Reglur um öryggishlið

 

  1. Tilkynning: Vegna umræðu um reglur um öryggishlið og fjölda símanúmera og fjarstýringa og aðgengi á milli svæða, þ.e. Eyrarskógs og Hrísabrekku.

  2. Hver bústaður getur haft að hámarki 4 símanúmer skráð til að opna öryggishliðið og 2 fjarstýringar. Fjarstýring kostar í dag kr. 5000,- (verð 2017) og fæst hún hjá formanni stjórnar. Einnig er hægt að skipta á fjarstýringu sem ekki virkar lengur með því að skila henni inn til formanns og fá nýja í staðinn. Fyrir þetta þarf að greiða kr. 500,- Gamla fjarstýringin verður þá lagfærð forrituð og sett ný rafhlaða í hana og hún seld næsta manni.
  3. Ef þú átt bústað t.d.  í Eyrarskógi þá færð þú bara aðgang að því hliði þar sem bústaðurinn er staðsettur í, en ekki Hrísabrekkuhliðinu og öfugt. Undantekningar á þessu eru ef þú starfar í nefnd t.d. vatnsnefnd eða veganefnd eða öðrum nefndum sem eiga erindi á svæðið hinumengin, þá er hægt að skrá 1 símanúmer í hliðið hinumegin þar sem þinn bústaður er EKKI staðsettur í.
  4. ATHUGIÐ:  Í nokkurn tíma gátu menn fengið skráð númer að svæði sem að þeir áttu EKKI bústað í, (Eyarskógsmegin) en það var vegna þess að aðeins  voru ruslagámar Eyrarskógsmegin. Í dag eru ruslagámar á báðum svæðum því fá menn aðeins aðgengi að því svæði sem þeir eiga bústað í. Ef menn vilja breyta þessu má taka þetta upp á aðalfundi og bera breytingar undir atkvæði.
  5. Hámark 4 símanúmer pr. bústað
  6. Hámark 2 fjarstýringar pr. bústað
  7. Varðandi útleigu á bústöðum þá skráum við EKKI númer leigjenda í öryggishliðin, heldur bendum við leigusala á að afhenda leigutaka lykla með fjarstýringu að hliðinu.
  8. Sjá annar nánari upplýsingar undir liðnum ÖRYGGISHLIÐ á vefsíðunni.
Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Reglur um öryggishlið

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn fimmtudaginn 31. mars, kl. 20.00 í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar Borgir, Hábraut 1a, 200 Kópavogi (ská á móti Gerðarsafni)

Dagskrá:

1. Fundur settur
2. Kosning stjórnar
3. Skýrsla stjórnar lesin.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Staða mála
– Heita vatnið
– Kalda vatnið
– Vegagerð
– Ljósleiðari
7. Kosning stjórnar skv. 6. grein laga félagsins
8. Kaffihlé
9. Ákvörðun um árgjöld
10. Önnur mál

Félgasmenn eru hvattir til að mæta !

Birt í Aðalfundur | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2016

Kaffisamsæti – Nýr staður

TILKYNNING
Þar sem formaðurinn okkar er axlarbrotin þá færist kaffihlaðborðið á nýjan stað. Vinnudags/göngustíganefndarmaðurinn Hafsteinn og hans kona Ólöf í bústað E-38 að taka á móti vinnufólkinu að vinnudegi loknum.
Munið að koma með veitingar á hlaðborðið !
Drykkir af öllum gerðum í boði félagsins 🙂
Það væri ágætt ef einhverjir hafi með sér klappstóla eða kolla.

Hittumst hress – sjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Kaffisamsæti – Nýr staður

Útivistardagur

Útivistar- og vinnudagur Skógarbúa í Eyrarskógi og Hrísabrekku

verður haldinn laugardaginn 13. júní

Mæting er við gámana Eyrarskógsmegin kl 10:00

Helstu verkefni dagsins eru :

Laga göngustíga, bæta í þá kurli og/eða möl.

Klippa gróður meðfram akvegum í skóginum.

 

Eftir vinnutörnina er hefð fyrir því að hittast á pallinum

hjá formanni Önnu Karen og Jóni Steinari

Birkihlíð H-30 um kl 16:00

( það er alltaf sól og blíða þennan dag )

Allir taka eitthvað gómsætt með sér á hlaborðið

 

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Útivistardagur

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn í veitingarhúsinu Cafe Catalina Hamraborg 11, 200 Kópavogi, fimmtudaginn 19. mars, kl. 20.00.

Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar lesin.
4. Reikningar félagsins lagðir fram.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Vegir og girðingar – staða mála.
7. Vatnsveita – staða mála.
8. Hitaveita – staða mála.
9. Kosning stjórnar skv. 6. grein laga félagsins.
10. Kaffihlé.
11. Ákvörðun um árgjöld.
12. Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta !

Stjórnin.

Birt í Fundir | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka

Umgengnisreglur í Eyrarskógi og Hrísabrekku

Umgengnisreglur í Eyrarskógi og Hrísabrekku

  • Lóðamörk skulu undantekningarlaust virt, berjatínsla og önnur umferð á lóðum annarra er því bönnuð.
  • Hámarkshraði ökutækja innan svæðis er 30 km. á klst.
  • Laust dót svo sem plast, rusl ofl. skal adrei skilið eftir óvarið.
  • Frágangur á sorpi við ruslagám skal vera þannig að ekki valdi óþrifum eða spjöllum á náttúrunni.
  • Opinn eldur er ekki leyfður, nema á sameiginlegum samkomum.
  • Hundar skulu ekki ganga lausir á svæðinu.
  • Öll meðferð og notkun skotvopna er stranglega bönnuð.
  • Notkun vélknúinna ökutækja er bönnuð utan akvega.
Birt í Reglur | Slökkt á athugasemdum við Umgengnisreglur í Eyrarskógi og Hrísabrekku

Vegafréttir

Stjórnin hefur verið í sambandi við Borgarverk og þeir eru búnir með það sem þeir gera í bili þ.e veginn inn að Grjótá og svo leggja þeir lokalagið og olíuburð í vor.  TAK-verktakar halda eitthvað áfram inn að Kambshól og eiga að gera veginn ökuhæfan þar fyrir veturinn. Við heyrðum líka í Vegagerðinni og þeir fullvissuðu okkur um að allur frágangur á svæðinu væri á þeirra könnu og þar með allt í kringum Grjótá verði lagað eins og best verður á kosið. Við erum búin að fá malaðan þennan fína haug af möl fyrir félagið sem við sömdum um og verður það sett i stofnvegina okkar við tækifæri.

Viljum benda fólki líka á að koma inn á facebook-síðuna okkar og það þarf bara að biðja um aðgang að henni :  Eyrarskógur og Hrísabrekka

Kveðja  stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vegafréttir

Útivistardagur skógarbúa í Eyrarskógi og Hrísabrekku

Útivistardagur skógarbúa í Eyrarskógi og Hrísabrekku

Verður haldinn laugardaginn 14. júní

Mæting er niður við gáma Eyrarskógsmegin klukkan 10.00

 Takið gjarnan með ykkur skóflur, hekk-klippur, hjólbörur.

Útivistarnefnd skiptir okkur niður í vinnuhópa og helstu verkefni verða :

Þökulagning á vatnstank – Lúpínusláttur – Stígaviðhald – Dittað að varðeldalautinni – ofl.

Eftir vinnutörnina er hefð fyrir því að hittast á palli hjá formanni og gleðjast yfir góðum vinnudegi.

í Birkihlíð H-30 hjá Önnu Karen og Jóni Steinari

um klukkan 16.00

Allir taki með sér eitthvað gómsætt á hlaðborð og drykkir eru í boði fèlagsins.

Nefndin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Útivistardagur skógarbúa í Eyrarskógi og Hrísabrekku

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka var boðaður og haldinn í Fundarsal Menntaskólans í Kópavogi Digranesvegi 51, fimmtudaginn 10. apríl  s.l. kl. 20.00

 

Dagskrá fundarins var sem hér segir:

1.            Fundur settur.

2.            Kosning fundarstjóra og fundarritara

3.            Skýrsla stjórnar lesin.

4.            Reikningar félagsins lagðir fram.

5.            Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6.            Vegir og girðingar – staða mála.

7.            Vatnsveita – staða mála.

8.            Tillaga að lagabreytingu.

9.            Kosning stjórnar skv. 6. grein laga félagsins.

10.          Kaffihlé.

11.          Ákvörðun um árgjöld.

12.          Hitaveita – ljósleiðari – staða mála.

13.          Önnur mál.

 

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka 

Fundur var settur kl. 8:10. Formaður félagsins, Anna Karen Ásgeirsdóttir setti fundinn og stakk upp á Ólafi Steingrímssyni sem fundarstjóra  og Ólafi Ólafssyni sem fundarritara. Engar athugasemdir bárust og voru þeir því réttkjörnir.

Ólafur fundarstjóri tilkynnti að fundur væri rétt boðaður og því löglegur og gaf því næst formanni félagsins orðið um skýrslu stjórnar sem fer hér á eftir:

Því næst voru reikningar félagsins lagðir fram

Boðið var upp á umræður um  skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Athugasemd kom frá gjaldkera þar sem hann sagði kostnað vegna öryggishliða  hafa af einhverju leiti færst milli ára.

Spurt var um árgjöld og framkvæmdagjöld og hvað margir væru í félaginu.

Svarað var að óvíst væri um félagafjölda og einnig að félag landeiganda, Eyrarbyggð, greiddi ekki af sínum óbyggðu lóðum sem væru 11 talsins sem þó væri lagaleg skylda, en ekki væri ráðlagt að fara í hart með það mál.

Eftir stuttar umræður voru skýrsla stjórnar og reikningar félagsins samþykktir

Að þessu loknu voru kynntar skýrslur nefnda:

Guðjón í E-14 ræddi um vegamálin á svæðinu.

Hann sagði að í samvinnu við Þórarinn á Hlíðarfæti hefði verið farið yfir vegi og þeir lagaðir og til stæði að tala við framkvæmdaraðila á Svínadalsvegi um lagfæringu við vegtengingu og kringum gámasvæði.

Sigmundur í E-31ræddi vatnsmálin á svæðinu.

Hann sagði að þokkalega hafi gengið í vatnsmálum. Eitthvað frost hefði verið í heimtaugum. Lagfæra ætti vatnslögn við brúna og þökuleggja tankinn.

Taka hefði þurft vatnið af um tíma vegna vinnu og sums staðar væri lélegur frágangur á eldri hluta lagnar.

Fjölga þyrfti í vatnsnefnd þar sem einn nefndarmaður væri starfandi í Noregi.

Þvínæst var tillaga um lagabreytingu borin upp.

Skýring var gefin að vegna klúðurslegs orðalags væru núverandi lög of óskýr.

Tillaga að leiðréttu orðalagi í lögum félagsins.

 

Hljóðar svo í dag:                                                            6. gr

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, einn aðalmann og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari, einn gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur.

 

Greinin verði eftirfarandi:

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari og annar sé gjaldkeri.

 

Tillagan var samþykkt einróma.

 

Næsti liður var kosning stjórnar og nefnda

 

Stjórn gaf kost á sér óbreytt

Í stjórn sátu og eru starfandi áfram:

 

Anna K. Ásgeirsdóttir, formaður, H-30

Hlynur Sigurdórsson, ritari, H-2

Steini Þorvaldsson, gjaldkeri, E-77

Margrét Maronsdóttir, varamaður, H-4

Krisófer Bjarnason, varamaður, E-73

 

Stjórnin var einróma kosin áfram.

 

Vegna skilmála um kosningu í 1 eða 2 ár var stjórn þannig stillt upp að gjaldkeri gaf kost á sér til eins árs, en aðrir í aðalstjórn til tveggja ára.

 

Skoðunarmenn og nefndarmenn voru einnig endurkjörnir nema einn aðila vantar í vatnsnefndina þar sem einn nefndarmanna er starfandi í Noregi.

 

Nefndir eru því þannig skipaðar:

 

Skoðunarmenn reikninga:

 

Birna Þ. Pálsdóttir, E-12

Indriði Þorkelsson, E-7

 

Vatnsnefnd:

 

Sigmundur Jónsson, E-31

Kristleifur Kolbeinsson, H-28

Sigurður E-12

 

Veganefnd:

 

Gísli Haraldsson, E-33

Guðjón I. Jónsson, E-14

Sveinn Ragnarsson, H-5

 

Útivistarnefnd:

Lúlli í E-41, Hafsteinn  E-38  og Þórarinn E-19.                                

 

Kaffihlé var gert á fundi frá 8:40 – 9:00 og boðið upp á kaffi og kleinur í boði hússins.

 

Eftir kaffihlé lét formaður félagsins lista með netföngum ganga og bað um lagfæringar, ásamt beiðni um að eingöngu eitt netfang væri notað fyrir hvern rétthafa vegna vandamála í netpóstsendingum. Auk þess þarf að gefa upp eitt netfang til Landsambandsins.

 

Árgjöld

Því næst bar gjaldkeri upp tillögu um félagsgjald.

Hann ræddi um framkvæmd vegna vinnu við lagningu slitlags kringum öryggishlið og gáma og bar síðan upp tillögu um árgjald upp á 10,000,- krónur og síðan framkvæmdagjald upp á 15,000,- krónur.

Tillaga gjaldkera um árgjald og framkvæmdagjald var samþykkt.

 

Þessu næst hrósaði fundarstjóri því hversu vel fundur hefði gengið hingað til og að líklegasta skýring væri sú að enginn hefði heyrt í sér.

 

Hlynur ritari í stjórn tók til máls og kynnti bréf sem var sent sveitarstjórn Hvalfjarðarstrandarhrepps og er það birt hér neðan:

 

Hvalfjarðarsveit

 

Efni: Hitaveitumál í frístundabyggð í landi Eyrar

 

Stjórn Frístundahúsafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka óskar eftir upplýsingum um áform sveitarfélagsins varðandi hitaveitulagnir á félagssvæði Frístundhúsafélagsins.

 

Frístundahúsafélagið hefur verið í bréfasambandi við stjórn Hitaveitu Hvalfjarðarsveitar og fengið afsvar um að af lagningu hitaveitu á félagasvæðinu geti verið á þeirra vegum á næstu árum.

 

Stjórn Frístundahúsafélagsins fer því þess á leit við Hvalfjarðarsveit, sem er eigandi hitaveitunnar að hálfu leiti, að sveitarfélagið beiti sér fyrir endurskoðun á ákvörðun hitaveitunnar. Að leitað verði leiða til þess að frístundahúseigendur í landi Eyrar sitji við sama borð og aðrar frístundahúsabyggðir í sveitarfélaginu varðandi aðgang að heitu vatni

 

Jafnframt fer Frístundahúsafélagið þess á leit við sveitarfélagið að það beiti sér fyrir að gerð verði kostnaðaráætlun um lagningu hitaveitu inn á svæði félagsins.    Stjórnin.

 

Málið var tekið fyrir í stjórn sveitarfélagsins, og því komið í ákveðið ferli.

 

Þá ræddi hann ljósleiðaramál og sagði lagningu hans myndi verða á kostnað félagsins ef af yrði, en tengibox yrði fyrir neðan Eyrarskóg

Þá ræddi hann um öryggishliðið og sagði það hafa gengið vel, en hlið hefði ekki alltaf lokast, sérstakelga út af snjó sem þyrfti að hreinsa frá skynjara.

 

Næst var liðurinn: Önnur mál

 

Guðmundur Guðbjarnason kom upp og ræddi um úrskurði og kærumál og sagði frá aðalfundi Landsambands sumarhúsaeigenda frá fyrri viku. Hann sagði frá nýrri heimasíðu félagsins  http://www.sumarhus.is/ .

Hann benti á að það ákvæði í lögum að um frístundahús megi bera ágreining milli leigusala og leigutaka undir Kærunefnd Húsamála.

Nefndin hefur frá því að hún tók til starfa úrskurðað og birt um 18  mál og þar af 15 mál sem tengdust frístundahúsum. Málafjöldi vegna leigugjalda á félagsvæði okkar taldist honum vera 7 af 15 og sýnileiga eigum við metið í málum þessum gagnvart einum landeiganda. Síðasti úrskurður féll í febrúar 2014.

Landeigandi félagssvæðisins hefur verið kröfuharður gagnvart þeim sem eru með samninga sem eru að renna út og þarfnast endurnýjunar. Enfremur hafur hann gert kröfu um nýja og sjálfstæða samninga við nýja leigutaka, sem eru að kaupa bústað í skóginum með gríðarlegri hækkun leigugjalda.

Guðmundur sagði frá þessum úrskurðum sem fyrr var minnst á

Fyrsti úrskurðurinn var felldur í desember 2010. Leiga úrskurðuð 75,000,- krónur

Annar og þriðji úrskurður féllu 21 mánuði síðar eða í ágústlok 2012. Í þeim úrskurðum var leigugjald ákvarðað 77,000,- krónur hjá hvorum um sig.

Í fjórða úrskurðinum var það að aðili sem var með tvær lóðir og eitt hús. Niðurstaða nefndarinnar var að leigutaki hafi kært of seint og framlengingu samnings varðandi hús og lóð hafnað. Breytti það engu þótt leigusali hafi sent úr greiðsluseðla eftir lok leigutíma. Þeim hluta kærunnar er varðaði stöku lóðina var vísað frá þar sem hús verður að hafa staðið á lóðinni í a.m.k. tvö ár fyrir lok samnings til að kærunefnd taki mál til úrskurðar.

Fimmti úrskurðurinn féll í apríl 2013. Þar var leigan úrskurðuð 84,000,- krónur.

Sjötta og sjöunda úrskurðinum var vísað frá þar sem kært var til nefndarinnar of fljótt, þ.e. á því tímatili sem landeigandi  átti réttinn að kæra. Báðum þessum málum hefur verið vísað aftur til nefndarinnar. Auk þess mun eitt mál úr röðum okkar til viðbótar liggja fyrir nefndinni.

Mál sem berast nefndinni veit Landsambandið ekki um fyrr en úrskurður hefur verið birtur, en þeir birtast á heimasíðunni:  rettarheimild.is  ásamt fleiri úrskurðum.

 

Guðmundur sagði að á einfaldan hátt mætti segja að aðalreglan sé sú að landeigandi skuli eigi síðar en tveimur árum fyrir lok samnings senda leigutaka skriflega tilkynningu um lok samnings. Leigutaki skuli hafa frumkvæði að viðræðum um endurnýjun samnings. Leigusali hefur málskotsrétt til kærunefndar allt frá því að eitt ár er eftir af leigusamningi en fellur niður þegar 6 mánuðir eru eftir af samningum. Þá hefst málskotsréttur leigutaka sem stendur allt til loka samnings.

 

Þá fjallaði Guðmundur um annað mál en það var um endursölu bústaða á leigulóð. Landeigandi Eyrar hefur notfært sér það ákvæði í samningum að hann þurfi að samþykkja söluna áður en hún gengur í gildi. Gerir han þá nýja samninga við leigutaka og hefur gert óhóflegar kröfur um leigugjald sem því miður nýjir eigendur hafa tekið á sig. Ákvæði þetta er umdeilanlegt. Er verið að gefa landeigenda neitunarrétt að sölu semjist ekki um leigu við nýjan aðila. Eða er þetta einskonar tryggingaratriði að landeigandi viti um söluna og geti jafnvel gengið inn í söluna. Það er ekki á valdsviði kærunefndar að fjalla um slíkt álitamál, heldur dómstóla.

Guðmundur sagði athyglisvert að landeigandi hefði notfært sér það fyrir kærunefndinni að hafa endurleigt lóðir á 160,000,- krónur og 150,000,- krónur á árinu 2008 og á árinu 2010 á 125,000,- krónur. Kærunefnd hefur ekki tekið tillit til þessara fjárhæða.

Lögmaður Landsambandsins er þeirrar skoðunar að landeigandi geti ekki á ómálefnanlegan hátt beitt þessu ákvæði til að þröngva mönnum til nýs leigusamnings. Nýr kaupandi á að geta gengið inn í leigulóðasamninginn án afskipta leigusala eins og er með sölu íbúða á leigulóð í þéttbýli.

En á þetta ákvæði hefur ekki reynt þar sem enginn hefur farið með það fyrir dómstólana. Í leigusamningum og endurnýjunarsamningum sem gerðir eru eftir gildistöku laganna er slíkt ákvæði í ósamræmi við lögin. Leigutaki getur því selt bústað og leigulóðaréttindi án afskipta leigusala. Nýr eigandi gengur þá inn í gildandi samning fyrri eiganda. Það hefur því ekkert gildi hafi það slæðst inn í endurnýjun leigusamninga.

 

Að lokum sagði Guðmundur það fróðlegt að fylgjast með því hvaða leigu þeim yrði boðin sem vilja leigja þær lóðir sem landeigandi er skráður fyrir eða eru alls 11 lóðir án húsa. Landeigandi verður af a.m.k. 880,000,- króna leigu árlega að hafa þessar lóðir ekki í útleigu eða allt að 2, millj. króna nái hann að leigja á 200,000,- krónur er um að ræða frumleigja lóða án húss í mikilli samkeppni við aðra landeigendur á svæðinu sem bjóða ábyggilega betri leigukjör en okkar landeigandi krefst við endursölu bústaða ásant nýjum leigusamningi.

 

Nokkrar umræður urðu um þetta erindi Guðmundar og flestar snérust um það sem komið hefur fram í erindi hans og hann útskýrði aftur sömu atriði en þó kom betur fram að ef engin samskipti milli landeiganda og leigusala geti samningur framlengst 2 * 12 mánuði.

 

Steini Þorvaldsson las upp úr reglugerð þar sem allur réttur virtist vera hjá eiganda jarðar í mörgum þessum málum.

Grein nr. 30

2. að framleiga og framsal leiguréttinda á lóð undir frístundahús sé leigutaka óheimil án samþykkis leigusala.  Þetta á við um samninga sem gerðir voru fyrir lögin sem komu 2010.

 

 

Kritsófer Bjarnason ræddi um ruslagámana og losun þeirra. Hann sagði kvörtun hafa borist til félagsins þar sem bárujárn og timbur hefði verið sett í gámana og staðið út úr þeim og ekki mögulegt að losa gámana og þeir því ekki tæmdir. Einnig mætti alls ekki skilja aukarusl eftir fyrir utan gámana. Það væri ekki tekið af gámaþjónustunni.

 

Birna Pálsdóttir kom upp og ræddi um vandamál vegna endurnýjun á leigusamningi vegna húss foreldra sinna sem væri að renna út og ætti að hækka verulega.

Þá las hún upp úr reglugerð og sagði frá viðræðum við forsvarsmann landeiganda.

Þá sagði hún einnig að hluti af ástæðu hækkunar á leigu væri gott útsýni og gróðursæld á lóð, en það væri að sjálfsögðu einnig gróður sem hefði verið gróðursettur á leigutíma.

Hvatt var að vísa öllum vandamálum til kærunefndar, en það ætti ekki að vera flókið mál

Samanburður á leigulóðum

Þá kom fram í umræðum leiga á svipuðum lóðum á nágrannajörðum

Leiga á svipaðri lóð í Kambshólslandi væri 80,000,- krónur og þar er heitt vatn

Leiga á svipaðri lóð í Svarfhólslandi  væri 120,000,- krónur og þar er heitt vatn

Leiga á svipaðri lóð í Þórisstaðalandi væri 55,000,- krónur og þar er heitt vatn

Leiga á svipaðri lóð í Indriðastaðalandi væri 80,000,- krónur með heitu vatni

 

Beðið var um að stjórn sendi út greinargerð um stöðu þessara mála.

 

Guðmundur Guðbjarnason hvatti þá sem ættu sumarhúsahandbókina frá 2011 að lesa hana en þar kæmu þessar reglugerðir fram.

 

Sverrir Hauksson sagði frá vinnu við að halda þessum samningum saman og hvatti til þess að henni yrði haldið áfram

 

Tillaga var borin upp frá Ólafi Ólafssyni um að stjórnin fengi heimild til að nota 300,000,- krónur til samninga við vinnuaðila við vegagerð að vinna efni til lagfæringar á vegum.

Talið var að þessi upphæð væri allt of lág og stjórn þyrfti ekki sérstaka heimild til sérstakra framkvæmda þannig að tillagan var ekki borin upp til atkvæða

 

Anna Karen formaður kom upp og minnti á netfangalista og á heimasíðu félagsins  http://www.eyrarskogur.is  og facebooksíðu félagsins: Eyrarskógur og Hrísabrekka https://www.facebook.com/groups/500331446701586/ .

Hún bað fólk að taka frá 14. júní vegna vinnudags.

Sagði líka frá sundlaug við Heiðarborg, sjá opnunartíma á heimasíðu sveitarstjórnar,  http://www.hvalfjardarsveit.is/mannlif/sundlaugin-i-heidarborg/

en síðar kom fram að hún er trúlega lokuð á sumrin.

 

Spurning kom til hennar hvort landeigandi gæti rukkað næsta ár án þess að gera leigusamning og hvort rukkun gilti sem leigusamningur. Svar við fyrirspurnum var í báðum tilfellum nei.

Þó virðist vera ákvæði um þetta í einhverjum samningum.

 

Samkvæmt gestabók mættu 70 manns á þennan aðalfund sem var slitið um kl 10:00

 

 

 

Fundarritari. Ólafur Ólafsson

Skýrsla stjórnar árið 2013-2014

Á síðasta aðalfundi urðu þær óvenjulegu breytingar á stjórn félagsins að allir meðlimir gengu úr stjórn auk varamanna.

Tveir nýjir stjórnarmenn voru kosnir á fundinum auk formanns og þeir eru Anna Karen formaður, Steini Þorvaldsson  gjaldkeri og Hlynur Sigurdórsson ritari .

Tveir  voru kosnir til vara og þau eru Margrét Maronsdóttir  H4 og Kristófer Bjarnason E73.

Stjórnin hélt 9 formlega fundi á árinu auk fjölda annarra óformlegra samskipta manna á milli svo sem bréfaskrifta og símhringinga.

Vatnsveita

Í vatnsnefndinni voru; Sigmundur E 31 og Kristleifur  H28  og Sigurður í E12 .                   Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra frábæra framlag.

Okkar ágætu menn í Vatnsnefndinni stóðu sig vel að vanda.  Ákveðið var að tengja lögn á milli svæða yfir Grjótá til að geta komið til móts við vatnsskort á þurrkatímum. Þessi lögn er ekki enn komin alveg í gagnið en stendur til að ganga endanlega frá henni næsta sumar.  Sigmundur og Þórarinn á Hlíðarfæti komu mest að þessari aðgerð. Vatnsbúskapurinn hefur annars verið ágætur og hafði vætutíð síðasliðins sumar nokkur áhrif þar á. Eitthvað er enn um að menn hafi ekki gengið frá sínum lögnum eins og vera ber en ástandið á kerfinu fer þó batnandi.  Sigmundur mun gera betur grein fyrir stöðu mála og áætluninni hér á eftir.

Vegabætur og viðhald göngustíga

Í veganefnd voru: Gísli í E 33, Guðjón í E14 og Sveinn í H7                                                      Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra frábæra framlag.

Ráðist var í viðgerðir á verstu köflum veganna s.l. sumar en Þórarinn á Hlíðarfæti sá um það verk.  Þeir Guðjón og Gísli þessir ágætu, menn hafa nú yfirfarið vegakerfið okkar og grófmælt það upp þannig að nú höfum við nokkra hugmynd um umfang þess.  Göngustígar voru lagfærðir á vinnudeginum og eru nú í þokkalegu standi.

Árlegur vinnudagur félagsins var haldinn 15. júní. 

Í útivistarnefndinni voru  Lúlli í E41, Hafsteinn  E38  og Þórarinn E19                                 Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra frábæra framlag.

Helstu verkefni á vinnudegi. Fleiri aspir voru gróðursettar meðfram þjóðveginum og var haldið áfram þar sem frá var horfið í fyrra. Þær fengum við eins og áður frá heiðurshjónunum Birnu og Sigurði í Eyrarskógi 12. Endalausu baráttu við lúpínuna var haldið áfram og hún slegin meðfram vegum og stígum og einnig  á opnum svæðum.  Hrísabrekkuskiltið var grafið niður einu sinni enn og er nú vestan megin við innkeyrsluna og vonandi stendur það af sér veður og vinda í framtíðinni. Það var bætt við möl í nokkra stíga og lagfært sitthvoru megin aðkoman við brúnna. Unnið var við bætur og fegrun á samkomulautinni okkar við Grjótá, bætt við fleiri bekkjum og sett niður stöndug fura í brekkunni. Mjög góð mæting var á vinnudeginum og vasklega gengið fram til vinnu. Að loknum vinnudegi hittist síðan hópurinn eða um 60 manns, hjá Önnu Karen formanni og Jóni Steinari í H30 þar sem slegið var upp veisluhlaðborði þar sem allir lögðu til veitingar að hætti skógarbúa. Var þar hin ánægjulegasta samverustund fram eftir degi.

Verslunarmannahelgi

Ákveðið var að hafa brekkusöng og  minibrennu niður í samkomulaut  á laugardagskvöldinu.  Menn tóku með sér kakó á brúsum og sykurpúða til að grilla yfir eldinum. Reynt var að kveikja upp í eldstæðinu en sökum vinds gekk það nú ekki alveg fyrir sig og var svo frá horfið vegna eldhættu. Þó nokkuð margir létu sjá sig og á öllum aldri. Er mjög ánægjulegt hvernig tekist hefur til með samkomulautina og verður hún bara notalegri og fallegri með hverju árinu. Hvetja má fólk til að nýta hana vel til samveru  og oftar en bara um verslunarmannhelgi. Þó ber að minna á það að menn skilji við hana eins og þeir koma að henni og ekki er ætlast til að kveikt sé í öðrum eldivið þar en arinkubbum í eldstæðinu.

Öryggishlið

Nú er komin nokkuð góð reynsla af öryggishliðunum okkar og hefur umgengni við þau verið almennt góð og ekki borið á innbrotum né óvelkomnum gestum síðan þau komu upp.  Við erum svo heppin að hafa frábærann hliðvörð, hann Hlyn í H2  sem hefur haft veg og vanda af umsjón með þeim.  Hann mun segja okkur frá ýmsu varðandi hliðin auk annarra málefna hér á eftir.

Rollur

Það sannaðist hið fornkveðna að grasið virðist oft grænna hinum megin við girðinguna og hafa rollur í dalnum sérstakan augastað á okkar landi í því sambandi. Við höfum það fyrir satt að girðingin okkar heldur ekki þessum óvelkomnu gestum úti og höfum við því lagt á ráðin og í samvinnu við Jón á Eyri að bæta þar um næsta sumar.  Eru þegar hafnar viðræður vegna þessa.

Fundur með Snorra frá hagsmunafélagi Eyrarbyggðar

Þann 30. janúar fóru formaður og gjaldkeri á fund með talsmanni Eyrabyggðar Snorra Viðarssyni.

Ýmislegt var rætt á þessum fundi s.s vegagerð – girðingarstaðan – samningargerðir og sein svörun til fólks þegar haft væri samband við hann ofl.

Skemmst er frá því að segja að hjónin á Eyri eru samþykk því að lagt sé slitlag inn fyrir girðingar og í kringum gáma. Eins og kemur fram í samningum og lögum eru vegir , vatn og girðingar á okkar vegum.

Ekki stendur til að selja landið Eyri alveg á næstunni en samkvæmt Snorra þá kemur það þó reglulega til umræðu.

Fundur með sveitarstjóra Hvalfjarðarstrandarhrepps                              

 Þann 7. febrúar fóru formaður og gjaldkeri á fund með Laufeyju Jóhannsdóttur sveitarstjóra. Þar var meðal annars rætt um ósk íbúa um aðgengi að heitu vatni og bent á misræmi í þjónustu við sumarhúsasvæðin í dalnum. Einnig ræddum við um gámaþjónustuna og lýstum yfir óskum um lengri tímabil með grófgámum yfir sumarið. Ekki hefur verið gengið nógu vel um gámana okkar og mun Kristófer ræða þau mál betur á eftir. Komið var inn á umræðu um brunavarnir og taldi Laufey að við værum í góðum málum þar sem útgönguleiðir úr dalnum væri tvær og það væru tveir öflugir slökkviliðsbílar á Akranesi.

Aðalfundur landssamtaka sumarhúsa

Formaður og gjaldkeri fóru á fund landsamtakanna 25. mars.

Þar var meðal annars kynntur nýr vefur sem landsambandið er að setja upp hjá sér og við sem erum meðlimir í félaginu eigum að geta nýtt okkur hann. En til þess þarf skráning á netföngum að vara í góðu lagi. Og ég kem til með í framhaldi af þessum fundi að senda uppfærðan lista á landssamtökin.  Á þessum vef verða aðgengileg ýmis efni og upplýsingar sem geta komið til góða fyrir félagsmenn.

 Lokaorð

Þetta fyrsta ár núverandi stjórnar hefur einkennst af góðum anda og samstöðu á stjórnarheimilinu.  Við höfum þá trú að það sem sameinar okkur öll í þessu sumarhúsa-samfélagi og það þrátt fyrir að koma öll úr sitthvorri áttinni er sá  megintilgangur að eiga athvarf  út á landi þar sem menn geta slappað af og notið náttúrunnar.

Stjórn.

Samþykkt breyting á lögum


„Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari og annar sé gjaldkeri“

 

Birt í Aðalfundur | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2014

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka 2014

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn í Fundarsal Menntaskólans í Kópavogi Digranesvegi 51, fimmtudaginn 10. apríl  n.k. kl. 20.00

Dagskrá:

  1.             Fundur settur.
  2.             Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3.             Skýrsla stjórnar lesin.
  4.             Reikningar félagsins lagðir fram.
  5.             Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6.             Vegir og girðingar – staða mála.
  7.             Vatnsveita – staða mála.
  8.             Tillaga að lagabreytingu.
  9.             Kosning stjórnar skv. 6. grein laga félagsins.
  10.            Kaffihlé.
  11.            Ákvörðun um árgjöld.
  12.            Hitaveita – ljósleiðari – staða mála.
  13.            Önnur mál.

 

 

Tillaga að leiðréttu orðalagi í lögum félagsins.

 

Hljóðar svo í dag:                                                                    6. gr

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, einn aðalmann og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari, einn gjaldkeri og aðrir meðstjórnendur.

 

Greinin verði eftirfarandi:

Skipun stjórnar

Stjórn félagsins skipa þrír menn úr hópi félagsmanna sem kjörnir eru á aðalfundi ásamt tveimur varamönnum. Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins, og einn varamann. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum þannig að einn sé ritari og annar sé gjaldkeri.
 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta !

Stjórnin.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka 2014