Lög um frístundabyggð

Ferill málsins á Alþingi.   Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 2008. Breytt með l. 66/2010 (tóku gildi 1. júlí 2010).

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Gildissvið.
Ákvæði laga þessara eru ófrávíkjanleg nema annað sé tekið fram eða leiði af eðli máls.
Ákvæði II. kafla laga þessara gilda um leigu á lóðum undir frístundahús enda sé hin leigða lóð tveir hektarar að stærð eða minni og leigusamningur er annaðhvort ótímabundinn eða til a.m.k. 20 ára.
Lög þessi gilda um innbyrðis réttindi og skyldur umráðamanna lóða í frístundabyggð án tillits til stærðar lóðar, sbr. III. kafla.
2. gr. Orðskýringar.
Í lögunum er merking eftirtalinna orða og orðasambanda þessi:
1. Frístundabyggð: Afmarkað svæði innan jarðar eða jarða þar sem eru a.m.k. 10 lóðir undir frístundahús.
2. Frístundahús: Hús utan þéttbýlis sem aðallega er nýtt til að fólk geti dvalist þar tímabundið til að eyða frítíma sínum og þar sem að öðru jöfnu er óheimilt að hafa skráð lögheimili. Mannvirki sem stendur á lóð fyrir frístundahús, svo sem geymsla, en er ekki samtengt frístundahúsi, er hluti hússins í skilningi laga þessara. Þó teljast eftirfarandi mannvirki ekki frístundahús í skilningi laga þessara: fjallaskálar, gangnamannaskálar, aðstöðuhús, neyðarskýli, kofar og önnur slík mannvirki utan þéttbýlis. Enn fremur teljast hús og önnur mannvirki, sem standa á landi sem fellur utan 3. tölul., ekki frístundahús í skilningi laga þessara.
3. Lóð undir frístundahús: Skiki lands utan þéttbýlis sem afmarkaður er í samningi eða skipulagi, sem á grundvelli sérgreindrar hagnýtingar, auðkenna eða landamerkja getur talist sjálfstæð eind og hefur a.m.k. að hluta til verið nýttur undir frístundahús eða heimilt er að reisa slíkt hús þar.
4. Umráðamaður lóðar undir frístundahús: Nú er lóð ekki leigð út og er þá eigandi lóðar umráðamaður. Nú er lóð leigð út og er þá leigutaki umráðamaður. Nú hefur lóð verið framleigð til a.m.k. eins árs og er þá framleigutaki umráðamaður.

http://www.althingi.is/lagas/139b/2008075.html

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.