Vegna aðalfundar félagsins.

Kæru skógarbúar.

Um leið og við viljum minna á aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku, sem verður haldinn miðvikudaginn 17 apríl 2024 kl 20,00 í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju), þá viljum við verða við vinalegum ábendingum varðandi fyrra fundarboð. En þar kom fram að uppsetningin var ekki í réttri röð og að ekki hafi verið vísað í samþykktir félagsins varðandi kosningu stjórnar. Í 6.gr. kemur fram: Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára, þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins og einn varamann. Þar sem þetta hefur riðlast töluvert undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sagt sig frá störfum og nýir komið inn. Eftir að hafa skoðað fundargerðir undanfarin ár, sýnist okkur að kjósa eigi um tvo stjórnarmenn og einn vara þetta árið. Sitjandi stjórn hefur öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu, en öllum félagsmönnum er frjálst að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Félagsmenn eru allir þeir sem hafa umráð yfir lóð á svæðinu. Einnig hefur ekki verið boðað til fundarins að öðru leyti en hér á fésbókarsíðu félagsins og hefur ekki verið gert síðast liðin ár. En vissulega er ákvæði um það í samþykktum félagsins og verður fundarboð sent út á þau netföng sem liggja fyrir á íbúalista dags. 14.4.2024. Allar athugasemdir varðandi fundarboðið og breytingar á því má senda á netfangið: eyrarskogur.hrisabrekka@gmail.com.

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Kosning stjórnar skv. 6 gr. í samþykktum félagsins.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.

8. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

9. Ákvörðun árgjalds.

10. Önnur mál.

Stjórnin

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.