Aðalfundur 2013

Aðalfundur Frístundahúsafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka haldinn í fundarsal Menntaskólans í Kópavogi, Digranesvegi 51, 20. mars kl. 20:00.

 

DAGSKRÁ:

 

  1. Fundur settur.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar lesin.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6. Viðurkenningar.
  7. Vegir og girðingar – staða mála.
  8. Vatnsveita – staða mála.
  9. Kosning stjórnar skv. 4. grein laga félagsins.
  10. Ákvörðun um árgjald og vatnsgjald félagsins.
  11. Skipun í nefndir innan félagsins.
  12. Önnur mál.

 

 

1. Fundur settur. Formaður Sverrir D. Hauksson bauð fundargesti velkomna.

 

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var upp á Andrési H. Hallgrímssyni (H15) sem fundarstjóra og var það samþykkt. Stungið var upp á Sigurveigu Alexandersdóttur sem fundarritara og var það einnig samþykkt. Fundur var úrskurðaður löglega boðaður.

 

3. Skýrsla stjórnar. Formaður las skýrslu stjórnar (sjá skýrslu stjórnar í viðauka 1).

 

4. Reikningar lagðir fram. Ólafur S. Ástþórsson, gjaldkeri, lagði fram reikninga félagsins. Tekjur ársins voru 4.883.946 kr en gjöld 4.964381 kr. Tap ársins var því 80.435 kr. Sérstök grein var gerð fyrir kostnaði við öryggishliðin. Heildarkostnaður við þau er 2.522.462 sem er nokkuð lægri upphæð en þær 2.800.000-2.900.000 kr. sem gert var ráð fyrir. Innheimta hliðgjalda hefur gengið mjög vel og þann 20. mars höfðu innheimst 2.360.000. kr. Það er aðeins hærri upphæð en áætlun gerði ráð fyrir. Að þessu samanlögðu verður framlag úr sjóðum félagsins til hliðanna lægra en gert var ráð fyrir eða aðeins 164.462 kr. í stað um 800.000 kr. sem upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.

 

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Guðmundur (E-2) gerði athugasemd við umfjöllun í skýrslu stjórnar um samskipti vegna beiðni félagsmanns um álit kærunefndar húsamála á ágreiningi sem fram kom á félagsfundinum  í tengslum við innheimtu á gjaldi fyrir öryggishlið, vatnsgjald og skiptingu á hliðkostnaði milli Eyrarskógar og Hrísabrekku. Umfjöllunin varðaði aðkomu og viðbrögð framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda og formanns Landssambandsins (þ.e. Guðmundar) að ósk stjórnar Frístundahúsafélags Eyrarskógar og Hrísabrekku um aðstoð við að svara áðurnefndum kærum (mál þetta er nánar rakið í skýrslu formanns sem birt er með fundarfrásögn sem viðauki). Guðmundur sagði að aðkoma sín að málinu hefði verið að hann hefði í sumar borið undir framkvæmdastjóra tölvupóst sem hann ætlaði að senda á alla félaga í frístundafélaginu. Tölvupósturinn varðaði tillögu stjórnar að leggja til að félagsmenn án húsa á lóð yrðu ekki krafðir um greiðslu á öryggishliði. Framkvæmdastjórinn var sammála því sjónarmiði sem þar kom fram. Guðmundur sagði einnig að framkvæmdastjórinn hefði um haustið tjáð sér að Sverrir hefði haft samband við hann vegna erindis félagsmanns til kærunefndar og hann hefði þar séð að tölvuskeyti mitt væri meðal gagna í málinu. Hann taldi sig því vanhæfan að verða við óskum Sverris. Guðmundur sagði að þeir hefðu rætt fyrir löngu áður en þetta mál kom upp hvernig bæri að taka á því þegar félagsmaður og stjórn félags greindi á um málefni og félagið ætti aðild að Landssambandinu og þar með hver félagsmaður. Hann benti í þessu sambandi á að Húseigendafélagið tæki afstöðu til sjónarmiða annars aðilans þegar ágreiningur væri milli íbúðareiganda og stjórnar húsfélags sem væri aðili að Húseigendafélaginu.. Guðmundur greindi einnig að hluta frá niðurstöðum Kærunefndar í málinu en þær höfðu verið birtar tilkynntar álitsbeiðanda með símatali sama dag og aðalfundur var haldinn. Stjórninni höfðu hins vegar ekki borist úrskurðir kærumálanna og því gat hún ekki með eðlilegum hætti brugðist við því sem greint var frá um niðurstöður þeirra á fundinum.

Guðmundur fagnaði því að stjórn hefði sett upp heimasíðu og hvatti væntanlega stjórn til að viðhalda henni. Ennfremur þakkaði hann formanni og konu hans fyrir að hafa boðið félögum í bústað sinn að afloknum vinnudegi og lagði til að næsta stjórn héldi þessum sið áfram.

 

Gjaldkeri var spurður um mismunandi kostnaðartölur varðandi öryggishliðin í ársreikningi og í sérstöku yfirliti um kostnað við hliðin. Svarað var að ársreikningur miðaðist við áramót en í sérstakri greinargerð um kostnað við hliðin væri allur kostnaður við þau upp talinn. Þannig hefðu bæst við reikningar sem voru ógreiddir um áramót og eins hefðu innheimst gjöld vegna hliðanna eftir áramót.

 

Spurt var um í hverju kostnaður við vegaframkvæmdir fælist og var svarað að þar væri alfarið um að ræða greiðslu til Jóns á Eyri vegna snjómoksturs í fyrravetur.

 

Spurt var um peningagreiðslur til félagsmanna eða styrki til ákveðinna félagsmanna. Formaður svaraði að félagið hefði styrkt einn lóðareiganda sem reið á vaðið með mál varðandi endurnýjun á leigusamningi fyrir Kærunefnd húsamála. Styrkurinn var veittur á grundvelli þess að niðurstaða á vettvangi Kærunefndar varðandi leigugjöld myndi gagnast öllum félagsmönnum þegar kæmi að endurnýjun leigusamninga.

 

6. Viðurkenningar. Formaður gat þess að fráfarandi stjórn hefði ákveðið að veita lítilsháttar viðurkenningu til fimm einstaklinga sem í gegnum árin hafa lagt fram verulega og óeigingjarna vinnu til félagsins. Fyrst ber þar að telja vatnsnefndarmenn, þá Sigmund Jónsson, Sigurð Grímsson og Kristleif Kolbeinsson, en þeir hafa sparað félaginu ómældar upphæðir og hlaupið til þegar á hefur bjátað í vatnsmálum. Þá fengu einnig viðurkenningu, Lúðvík Lúðvíksson (E-41) og Páll Reynir Pálsson, (E-23) fyrir mikið og fórnfúst starf í sambandi við brennu, brú og aðra starfsemi félagsins til margra ára. Af þessum heiðursmönnum voru aðeins Lúðvík og Páll viðstaddir. Birna, eiginkona Sigurðar veitti viðurkenningu til hans móttöku en viðurkenningum Sigmundar og Kristleifs mun stjórn koma til þeirra félaga. Að lokum klöppuðu fundarmenn fyrir þessum aðilum.

 

7. Vegir og girðingar – staða mála. Formaður gat þess að framkvæmdir varðandi vegi og girðingar yrðu ákvörðun nýrrar stjórnar. Þó gat hann um það að gaman væri ef að á næstu árum yrði unnt að rykbinda vegi innan frístundahúsalandsins betur en nú er. Þá kom fram að næsta haust mun Vegagerðin auglýsa eftir tilboðum í að leggja varanlegt slitlag á Svínadalsveginn frá Tungu inn að Kambshóli. Það gladdi greinilega fundarmenn að heyra af þessu. Loks var nefnt að brýnt væri að laga rafmagnsgirðingu Eyrarskógarmegin þar sem það væri eina leiðin til að tryggja það að ekki væru kindur í sumarhúsalandinu.

 

8. Vatnsveita – staða mála. Formaður þakkaði vatnsnefnd þeirra fórnfúsa starf á seinasta ári og greindi frá áætlun fyrir yfirstandandi ár en hún hljóðar uppá 1.190.000 kr. Áætluninni er skipt í sex liði og er kostnaðaráætlun gerð fyrir hvern lið byggð á ákveðnum forsendum (vélaleigu, efniskaupum o. fl.).

Liðir þessir eru:

1. Lagfæring lagna í nálægt bústað E -60.

2. Lagfæring lagna við neðstu bústaði í Eyrarskógi.

3. Lagfæring aðveitulagnar í gili.

4. Sumartenging á vatnslögn í gili.

5. Greinalokar og þrýstingsminnkarar við lóðir E-42 og E-51.

6. Óvæntar uppákomur.

Jafnframt brýndi formaður fyrir fundarmönnum mikilvægi þess að hver og einn hugaði að stöðu veitumála hjá sér og að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að frágangur sé í sem bestu lagi. Vanti fólk ráðleggingar þá eru vatnsnefndarmenn fúsir til þess að miðla sinni þekkingu og reynslu.

 

9. Kosning stjórnar. Fundarstjóri kallaði upp Ólaf Steingrímsson H-22 sem hafði forsvar fyrir uppstillingarnefnd. Ólafur gat þess að þar sem öll stjórnin væri nú að fara frá þyrfti að kjósa samtals fimm nýja stjórnarmenn og til þess að koma á fyrirkomulagi um að það endurtæki sig sem sjaldnast yrði nú kosið um þrjá stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs. Ólafur gat þess síðan að eftirtaldir félagsmenn hefðu boðið sig fram til stjórnarsetu: Anna Karen Ásgeirsdóttir (H-30), formaður, tvö ár), Hlynur Sigurdórsson (H-2, tvö ár), Steini Þorvaldsson (E-77 , tvö ár), Kristófer Bjarnason (E-73 eitt ár) og Margrét Maronsdóttir (H-4, eitt ár). Ekki komu fram nein mótframboð og síðan var kjör þessarar nýju stjórnar samþykkt samhljóða. Skoðunarmenn reikninga voru kosin þau Birna Pálsdóttir (E12) og Indriði Þorkelsson (E7). Í viðauka 2 er yfirlit yfir alla stjórnar- og nefndarmenn næsta árs.

 

10. Ákvörðun um árgjald og vatnsgjald. Gerð var tillaga um að árgjald til félagsins verði 10.000 kr. og að vatnsgjald verði einnig 10.000 kr. Hvoru tveggja er óbreytt frá fyrra ári og var það samþykkt án mótatkvæða.

 

11. Skipun í nefndir innan félagsins. Vatnsnefnd verður áfram skipuð sömu mönnum og fyrr, þ.e. þeim Sigurði Grímssyni (E12), Sigmundi Jónssyni (E31) og Kristleifi Kolbeinssyni (H28). Í Veganefnd voru skipaðir Gísli Haraldsson (E-33); Guðjón I Jónsson (E-14); Sveinn Ragnarsson (H-5). Í Útivistar- og göngustíganefnd voru skipaðir Lúðvík Lúðvíksson (E41), Hafsteinn Sigurðsson (E-38) og Þórarinn B Guðmundsson (E-19).

 

12. Önnur mál. Nýr formaður ávarpaði félagsmenn og gat þess að félagið væri aðeins félagsmenn og ekkert annað. Að eiga sumarhús er í raun lífsstíll og það er hann sem sameinaði félagsmenn. Í skóginum og brekkunni viljum við eiga notalegar stundir og því er mikilvægt að allir félagsmenn vinni að málum með samvinnu og samstarf í huga. Þá sagðist hún örugglega eiga eftir að leita í smiðju fyrri stjórnar og formanns og þakkaði allri stjórninni fórnfúsa vinnu fyrir félagið á undanförnum árum. Að lokum færði nýi formaður hverjum fyrri stjórnarmanni fallegan blómvönd.

 

Hvatt var til þess að ný stjórn myndi reyna að bæta samskipti við Eyrarbændur og virkja skyldur þeirra gagnvart lóðarhöfum sem og reyna að fá þá til að sýna meiri skilning og samstarfsvilja þegar kæmi að t.d. endurnýjun leigusamninga. Í framhaldi var spurt hvort samskipti við landeigendur að Eyri væru eins erfið og stundum heyrðist. Í svari var þá vísað til mála eins og vega í Hrísabrekku sem aldrei hefðu almennilega verið kláraðir (en það átti að gera er svæðið væri fullbyggt) og eins var vatnsöflun tekin sem dæmi um atriði þar sem fólki fannst sem ekki hefði verið staðið við samninga. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að gagnkvæmt traust ríkti á milli aðila.

 

Spurt var hvort vatn sem nú væri á veitunni kæmi frá Grjótá. Svarað var að það væri tekið eða kæmi undan fjallinu og var það framkvæmd sem félagið fór í á sínum tíma til að tryggja vatnsöflun.

 

Einn fundarmanna vildi þakka vatnsnefnd sérstaklega. Eins þakkaði hann fyrri stjórn gott starf og óskaði nýrri stjórn velfarnaðar. Annar fundarmaður tók einnig undir þetta og gat þess sérstaklega að engu máli skipti í sínum huga af hvoru svæði stjórnarmenn væru. Félagið er eitt og hagsmunir okkar allra þeir sömu. Þannig hefði fráfarandi stjórn unnið að málum og svo yrði vonandi áfram. Fundarmenn fögnuðu þessu með lófataki.

 

Ekki kom fleira fram á fundinum og var honum slitið um kl. 22.

 

 

Viðauki 1.

Skýrsla formanns um störf stjórnar árið 2012-2013

 

Á síðasta aðalfundi urðu þær breytingar á stjórn félagsins að Ásgeir Ásgeirsson hætti sem gjaldkeri og í hans stað var Pálmi Lord kosinn til tveggja ára, þá var Sigurveig Alexandersdóttir einnig endurkosin til tveggja ára. Stjórnina skipuðu því Sverrir Davíð Hauksson formaður, Ólafur S. Ástþórsson ritari, Pálmi Lord gjaldkeri, Sigurveig Alexandersdóttir meðstjórnandi, og Guðbjörg Gústafsdóttir meðstjórnandi. Pálmi sagði sig frá stjórnarstörfum 10. desember og tók þá Ólafur við gjaldkerastarfinu og Sigurveig við ritarastarfinu, og vorum við þá 4 í stjórn frá þeim tíma. Stjórnin hélt 8 formlega fundi á starfsárinu auk fjölda annarra samskipta stjórnarmanna.

 

 

Vatnsveita

Okkar góðu menn í vatnsnefndinni voru iðnir þetta árið sem og mörg undanfarin ár. Þeir komu fyrir 22 þús lítra tanki Eyrarskógar megin og er þá geymslurýmið þar orðið um 50 þús lítrar, bráðabirgðalögn var komið fyrir yfir hásumarið til að safna meira vatni, þá voru hverfin tengd saman með lögn sem fer yfir ánna, því vatnsgjöf yfir hásumar er ekki nægjanleg Hrísabrekkumegin. Í tvígang kom upp leki sem þurfti að laga strax og voru kallaðir til þess utanaðkomandi menn. Það má alltaf gera ráð fyrir einhverjum bilunum á vatnslögninni og það er mikilvægt að brugðist sé fljótt við þegar þannig vandræði koma upp. Áætlun vatnsnefndar fyrir síðast tímabil hljóðaði uppá 1,460,000 kr en kostnaður varð 1,650,000. Mismunur á þessum tölum er aðallega vegna kostnaðar við að koma tankinum fyrir og vegna útkalla út af leka. Vatnsnefndarmenn hafa notað Þórarinn á Hlíðarfæti sem verktaka við stærri framkvæmdir en einnig var kallað á annan aðila þegar lekinn kom upp síðast liðið haust.

Áætlun nefndarinnar fyrir komandi ár hljóðar uppá 1,190,000 kr.

 

Í vatnsnefndinni voru; Sigurður í Eyrarskógi 12, Sigmundur E 31 og Kristleifur Hrísabrekku 28. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra frábæra framlag.

 

 

Vegabætur og viðhald göngustíga

Ekki voru neinar vegabætur unnar á árinu 2012 en göngustígur var lagður frá brúnni austan við ána, að öðru leyti var ekki unnið í göngustígum á liðnu starfsári. Brúin sem er yfir Grjótá var löguð, en uppstigið eyðilagðist í miklu áhlaupi síðast liðinn vetur og sá Lúlli í Eyrarskógi 41 um þá framkvæmd með aðstoð Gísla í Eyrarskógi 33

 

Vinnu- og útivistadagurinn

Vinnu og útivistardagur var haldinn 23. júní. Skipt var út nokkrum öspum niður við þjóðveg, aspirnar fengum við hjá þeim hjónum Birnu og Sigurði í Eyrarskógi 12.

Borið var á brúna og göngustígur frá henni var lagaður eftir mikið áhlaup frá vetrinum eins og áður sagði.

Þá var tekin upp sú iðja að slá lúpínu sem er að loka göngustígum, einnig var unnið við trjáaklippingar eftir aðalgötum í Eyrarskógi, en þar eru runnar farnir að teygja sig óþægilega mikið inná aðalgöturnar. Þá var unnið við að hysja upp gömlu girðinguna að austan verðu í Eyrarskógi. Mæting var góð og ekki var annað að sjá en fólk hefði gaman af þessari samveru.

Í lok dags kom fólk saman í Eyrarskógi 11 þar sem slegið var upp hlaðborði og lögðu allir fram veitingar að hætti skógar- og brekkubúa.

 

 

Heimasíða

Að tillögu Pálma Lord var ákveðið að koma upp heimasíðu sem hefði m.a. að geyma helstu upplýsingar um félagið, viðburði sem það stendur fyrir, fundargerðir félagsfunda o. fl. Pálmi sá alfarið um vinnu við uppsetningu heimasíðunnar og tók hann jafnframt að sér umsjón með síðunni og viðhald og þökkum við honum kærlega fyrir. Heimasíðan hefur hins vegar ekki verið uppfærð síðan Pálmi hætti í stjórn.

 

 

Verslunarmannahelgi

Engin brenna var á síðast liðnu ári, en nokkrir áhugasamir félagsmenn söfnuðust saman á laugardeginum fyrir Verslunarmannahelgi í laut við göngubrúna og kveiktu þar lítill eld og áttu góða samverustund.

 

 

Girðingarvinna og hlið

Eins og áður hefur komið fram að þá var lappað uppá gömlu girðinguna að austanverðu í Eyrarskógi. Ekki var um aðra skipulagða vinnu við girðingar á árinu en þó vitum við að nokkrir félagsmenn hafa gengið eftir rafmagnsgirðingunni og hengt upp strengi sem hafa fallið niður.

 

Á almennum fundi sem haldinn var í Smáranum, Dalsmára 5 í Kópavogi, í ágúst var kynnt tillaga stjórnar um að koma upp öryggishliðum fyrir bæði svæðin. Áætlun stjórnar hljóðaði upp á kr 2.800.00.-2.900.000 og að einungis byggðar lóðir skyldu greiða 20 þús kr gjald fyrir hverja lóð, en byggðar lóðir eru 106 á öllu svæðinu. Töluverð umræða varð um þessa tillögu sem m.a. tengdist kostnaðarskiptingu milli Eyrarskógar og Hrísabrekku og eins að innheimtu kostnaðar einungis af byggðum lóðum. Að lokum var tillagan hins vegar samþykkt þar sem 36 sögðu já, 2 nei og 3 skiluðu auðu. Frekari upplýsingar um umræður er að finna í ítarlegri fundargerð sem send var öllum félagsmönnum og eins er hana að finna á heimasíðu félagsins (eyrarskogur.is).

 

Í framhaldi af fundinum fór formaður að leyta tilboða og fengu 5 eftirtaldir aðilar útboðslýsingu: Öryggismiðstöðin, Securitas, Öryggisgirðing, Sindra stál og Nortek. Formaður fékk síðan þá Jón Guðlaugsson Eyrarskógi 50 og Sigurð Grímsson Eyrarskógi 12 sér til halds og trausts við skoðun á tæknilegum atriðum tengdum þeim hliðum sem boðið var upp á. Áður en ákvörðun var tekin var fundað með þremur af þessum 5 aðilum sem okkur leist best á.

 

Í framhaldi af þessu var hafist handa, Gísli Eyrarskógi 33 sá um að grafa fyrir stöplum og skurði fyrir lögn á milli hliða. Þá voru Guðjón Eyrarskógi 14 og Jón Eyrarskógi 82 ásamt formanni honum til halds og trausts. Jarðvegur var mjög grófur þar sem skurðurinn var tekinn og þurfti því að fá fínni grús frá Þórarni sem lögð var yfir lögnina, einnig var sett fínni grús undir rafmagnsinntakskassann. Í framhaldi af þessu sáu Guðjón og formaður um að draga lögnina í á milli hliða. Hlynur Sigurdórsson Hrísabrekku 2 sá alfarið um að setja upp rafmagnskassa og tengja hliðin, þá hefur hann einnig tekið við umsjón með hliðunum eftir að Pálmi hætti í stjórn og á hann miklar þakkir skilið fyrir að hafa hlaupið þar í skarðið. Ásamt því að opna hliðin með GSM síma var boðið uppá möguleika að opna hliðin með fjarstýringu. Kostnaður við hverja fjarstýringu var kr 3400 kr og greiðir hver og einn það gjald, einungis þeir sem hafa greitt upphafsgjaldið fá að kaupa sér fjarstýringu. Gíróseðlar fyrir hliðgjaldi voru síðan sendir út í byrjun nóvember.

 

Vert er að taka sérstaklega fram að gíróseðlar voru sendir á alla aðila þrátt fyrir fyrri samþykkt félagsfundar um að rukka aðeins hliðgjald af byggðum lóðum. Það var gert vegna þess að einn félagsmaður hafði kært stjórnina (eða félagið til Kærunefndar húsamála) fyrir hina fyrri samþykkt. Ég mun víkja nánar að þessari kæru hér rétt á eftir.

 

Vert er líka að taka fram að á fundinum í ágúst var marg tekið fram að þeir sem ekki hafa byggt á lóðum sínum myndu þurfa, þegar þar að kæmi, að greiða gjaldið til þess að fá aðgang um hliðin. Þetta sama var og sagt í tölvupóstum sem sendir voru félagsmönnum til þess að upplýsa um aðgang um hliðin. Í framhaldi að þessu fékk stjórnin tölvupósta frá nokkrum félagsmönnum  sem voru í þessari stöðu og vildu fá sama aðgang og aðrir. Þeir greiddu því gjaldið þrátt fyrir að hafa ekki ennþá byggt. Innheimta á gjaldinu fyrir hliðin hefur gengið mjög vel og aðeins eiga 2 eða 3 aðilar á byggðum lóðum eftir að greiða það. Þann 16. mars 2013 höfðu samtals 114 aðilar greitt gjaldið.

 

 

Kæra

Ég ætla nú að fara nokkrum orðum um kæru í þremur liðum frá Kristni Sigmarssyni Eyrarskógi 91 sem barst stjórn þann 10. september síðastliðinn í gegnum Kærunefnd húsamála. Kæran er í fyrsta lagi um að stjórn félagsins ætlaði aðeins að senda gíróseðla vegna framkvæmda við hliðin til þeirra aðila sem eru með byggðar lóðir, síðan er í öðru lagi kært fyrir það sama gagnvart innheimtu á vatnsgjaldinu og loks í þriðja lagi er kært fyrir það ákveðið hafði verið að rukka sama hliðgjald á byggða lóð í Eyrarskógi og Hrísabrekku.

 

Í framhaldi af kærunni ákvað stjórnin að leita til framkvæmdastjóra Landsambands sumarhúsaeigenda, Sveins Guðmundssonar, um aðstoð við að svara henni og var honum því send kæran og greinargerð Kristins. Sveinn svaraði eftir stuttan umhugsunartíma að hann gæti ekki tekið þetta verkefni að sér þar sem m.a. formaður Landsambandsins, Guðmundur Guðbjarnason Eyrarskógi 2, væri á sömu skoðun í þessu máli og Kristinn Sigmarsson. Sveinn útvegaði okkur síðan annan lögmann, Gísla Kr. Björnsson, hjá Lagarökum, og hann svaraði kærunni fyrir hönd félagsins eftir að hafa fengið upplýsingar um málið frá stjórninni. Þess má geta hér að vinna lögmannsins kostaði félagið 200 þúsund kr.

 

Í framhaldi af þessu barst andsvar frá Kristni, sem stjórnin fór yfir og svaraði svo sjálf. Ekki hafa borist frekari bréf frá Kærunefndinni en starfsmaður nefndarinnar hefur nýlega upplýst að málið verði tekið fyrir í byrjun apríl.

 

Megin efnið í svari lögmannsins er að stjórnin ákvað framkvæmd innheimtu á grundvelli samþykkt félagsfundar. Þá segir lögmaður svo vitnað sé í greinargerð hans: ,,hér virðist eingöngu vera deilt um það útfærsluatriði hvort að umráðamenn óbyggðra lóða séu krafðir um þátttöku í kostnaðinum þegar til hans stofnast eða hvort innheimta megi kostnaðinn þegar þeir hafa byggt sumarhús á lóðum sínum“.

 

Varðandi þriðja lið kærunnar þá er best að vitna hér í svar lögmannsins sem sagði. ,,Um þennan lið telst nauðsynlegt að taka fram að ekki fæst séð hvernig honum verður svarað með skýrum hætti, þar sem spurningin sjálf dregur úr skýrleika sem draga má af nafni félagsins. Um er að ræða tvö svæði, Eyrarskóg og Hrísabrekku, en um svæðin hefur verið stofnað eitt félag sem ber heiti svæða Frístundahúsafélags Eyrarskógar og Hrísabrekku“.

 

Í svari okkar við andsvari Kristins var því bætt við sem ekki hafði komið fram í svari lögmanns okkar að innheimtuseðlar hefðu þrátt fyrir samþykkt félagsfundar verið sendir til allra félagsmanna, þar sem ekki var farið yfir nafnalistann áður en hann fór í bankann. Þannig var, þegar allt kom til alls, farið að innheimtu samkvæmt því sem Kristinn virðist telja réttast, en engu að síður telur stjórn fullkomlega fullgilda og réttlætanlega þá ákvörðun sem félagsfundur ákvað að hafa við innheimtu (þ.e. að innheimta í fyrstu einungis af byggðum lóðum).

 

 

Lokaorð

Það er von okkar sem nú erum að hætta í stjórn að ekki komi til samskipta eins og hér að ofan hafa verið rakin, gagnvart þeim sem bjóða sig til þjónustu fyrir félagið í framtíðinni. Við verðum að geta treyst þeim sem kosnir eru í stjórn og til þess að fara með umboð félagsins á hverjum tíma. Ef um óánægju er að ræða hjá einhverjum einstaklingum þá er aðalfundur (eða jafnvel sérstakir fundir) rétti vettvangurinn til þess að skýra mál og leysa. Það er ömurlegt að þeir sem gefa sig til starfa fyrir félagið í frítíma sínum þurfi í ofanálag að eyða kröftum í formleg kærumál frá félagsmönnum, kærumál sem fyrirfram er vitað að litlu sem engu breyta fyrir félagið og einungis eru til þess fallin að sá fræjum tortryggi milli félagsmanna. Sama á reyndar við um skeyti það sem Pálmi Lord sendi frá sér þegar hann sagði sig lausan frá gjaldkerastarfinu en þar ýjaði hann að því að stjórnarmenn væru að fara illa með fjármuni félagsins. Þá vonumst við einnig til þess að félagsmenn noti ekki heimasíðu félagsins til bera órökstuddar sakir upp á aðra í félaginu.

 

Nú er það svolítið sérstakt að allir aðilar innan stjórnar hætta á sama tíma og kemur þar eftirfarandi til. Kjörtímabil þriggja stjórnarmanna sem kosnir voru til tveggja ára fyrir tveimur árum rennur nú út og hyggjast þeir ekki gefa kost á sér áfram. Gjaldkeri sem í fyrra var kosinn til tveggja ára sagði sig frá stjórnarstörfum í desember síðast liðnum og þá vill annar aðili, sem var kosinn til tveggja ára á síðast liðnu ári, losna úr stjórn. Við þetta verður ekki ráðið og þegar ný stjórn verður kosin hér á eftir þá verða 3 aðilar kosnir til ára og 2 til eins árs.

 

Töluverð starfsemi er orðin á vegum félagsins og því er mikilvægt að sem flestar hendur komi að þeim verkefnum sem þarf að leysa, félagið er ekki annað en við sjálf og því verða allir að leggja sitt af mörkum þegar kjósa þarf í stjórn og ráð innan þess.

 

Við sem nú hverfum frá stjórnarstörfum óskum nýrri stjórn alls hins besta og vonumst til að hún haldi áfram þeirri uppbyggingu og því góða starfi sem teljum okkur hafa reynt að viðhafa á undanförnum árum.

 

 

Viðauki 2. Stjórn og nefndarmenn 2013-14

 

Stjórn

Anna K Ásgeirsdóttir, formaður, H-30

Hlynur Sigurdórsson, ritari, H-2

Steini Þorvaldsson, gjaldkeri, E-77

Margrét Maronsdóttir, meðstjórnandi, H-4

Kristófer Bjarnason, meðstjórnandi, E-73

 

Skoðunarmenn reikninga

Birna Þ. Pálsdóttir, E-12

Indriði Þorkelsson, (E-7)

 

Vatnsnefnd

Sigurður Grímsson, E-12

Sigmundur Jónsson, E-31

Kristleifur Kolbeinsson, H-28

 

Veganefnd

Gísli Haraldsson, E-33

Guðjón I Jónsson, E-14

Sveinn Ragnarsson, H-5

 

 

Útivistar- göngustíganefnd

Lúðvík Lúðvíksson, E-41

Hafsteinn Sigurðsson, E-28

Þórarinn B Guðmundsson, E-19

 

 

 

 

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2013

Samantekt frá fundi með fulltrúum sumarhúsabyggða í Hvalfjarðarsveit.

Samantekt frá fundi með fulltrúum sumarhúsabyggða í Hvalfjarðarsveit.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Samantekt frá fundi með fulltrúum sumarhúsabyggða í Hvalfjarðarsveit.

Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku

Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku haldinn í Smáranum, Íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20:00.

DAGSKRÁ:

  1. Öryggishlið, staðan og næstu skref.
  2. Önnur mál.

Formaður setti fund og lagði til að Kristján Ragnarsson (E-45E) yrði skipaður fundarstjóri. Þá lagði hann til að Ólafur S. Ástþórsson (E-89) tæki að sér að vera fundarritari. Hvoru tveggja var samþykkt og tók Kristján við fundarstjórn.

 

Fundarstjóri lét kanna mætingu á fundinn til þess að tryggt yrði að ákvarðanir hans myndu teljast löglegar. Talning fundarmanna leiddi í ljós að fulltrúar frá 41 af 108 byggðum lóðum voru mættir á fundinn. Fundarstjóri tilkynnti í framhaldinu að fulltrúar væru nægilega margir til ákvarðanatöku á fundinum. Þá ákvörðun að byggja mat sitt um lögmæti fundar til ákvörðunartöku á þeim hluta félagsmanna sem þegar hafa reist hús á sínum lóðum rökstuddi hann með því að þeir aðilar einungis hefðu hagsmuni að verja í sambandi við uppsetningu hliða. Ekki væri rétt að þeir sem ekki hefðu byggt hús og/eða hyggðust jafnvel alls ekki gera það gætu ráðið því hvort hinir þ.e. þeir sem hafa byggt hús gætu varið eignir sínar með aðgerðum eins og hér væru til umræðu. Þá úrskurðaði fundarstjóri að fundarboð og tillaga stjórnar um fyrirhugaðar framkvæmdir við öryggishlið væru í samræmi við lög félagsins.

 

Hér að neðan er greinargerð og tillaga stjórnar varðandi umræðu um hlið birt til upplýsingar:

 

Ágætu félagsmenn.

 

Í sambandi við fyrirhugaðan fund um öryggishlið að frístundahúsasvæðinu hefur stjórnin aflað frekari upplýsinga um kostnað, m.a. með tilboðum frá söluaðilum hliða og viðræðum við félagsmenn innan okkar raða (rafvirkjameistara, verktaka).

 

Kostnaðaráætlunin sundurliðast sem hér segir.

1. Lægsta tilboð í hlið að Eyrarskógi frá Öryggismiðstöð Íslands: 880.000 kr.
2. Rafmagnsinntak: 366.000 kr. Hér er um að ræða lágmarksgjald sem getur
hækkað ef það er lengra en 200 m í næsta tengiskáp.
3. Inntakskassi fyrir rafmagn: 70.000-100.000 kr.
4. Jarðvinna og stöplar undir hlið: 100.000-150.000 kr.
5. Óvissa: 250.000 kr. m.a. til að mæta hugsanlegum aukakostnaði við
rafmagnsinntak.


Samtals er kostnaður við hlið að Eyrarskógi því áætlaður á bilinu um
1.700.000-1.800.000 kr.

Ef jafnframt verður ráðist í samskonar hlið að Hrísabrekku er kostnaður þar áætlaður eftirfarandi.

1. Tilboð í hlið að Hrísabrekku frá Öryggismiðstöð Íslands: 868.000 kr. Hlið númer tvö er aðeins ódýrara en hið fyrsta vegna þess að akstur tengdur uppsetningu samnýtist.
2. Jarðvinna, stöplar og rafmagnsstrengur lagður frá inntakskassa að hliði:
200.000 kr.

Þannig er áætlaður kostnaður fyrir kaup og uppsetningu á tveimur hliðum um 2.800.000-2.900.000 kr.

Stjórnin mun leggja til að ráðist verði í framkvæmdir við bæði hliðin áður en haustar og að þær verði fjármagnaðar með sérstöku 20.000 kr. gjaldi á hverja byggða lóð. Ef samþykkt verður að ráðast í þessar framkvæmdir er greiðsla á umræddu gjaldi forsenda þess að unnt sé að skrá viðkomandi með leyfi til umgengni um hliðið. Byggðar lóðir eru nú um 105 sem þýðir heildarupphæðin sem innheimtist ætti að verða um 2.100.000 kr. Það sem uppá vantar verður greitt úr sjóði félagsins.

Kv., stjórnin

 

Formaður fékk síðan orðið til þess að hafa forsögu um tillögu stjórnar varðandi framkvæmdir við öryggishlið. Í upphafi rifjaði hann lítillega sögu umræðu um öryggishlið innan félagsins og gat þess meðal annars að tillaga um hlið inn á frístundahúsasvæðið hefði verið felld á fundi fyrir einum 6 árum. Þá nefndi hann að nú horfði hins vegar allt öðru vísi við varðandi öryggi og verndun eigna á svæðinu gagnvart innbrotum og skemmdarverkum. Formaður sagði að í vetur hefði verið brotist inn í tvö hús og síðan þrjú í vor. Seinustu innbrotin áttu sér staði í júlí þegar margir bústaðaeigendur voru á svæðinu og sýnir það bíræfni þeirra sem eiga í hlut.

 

Formaður gat einnig um niðurstöður könnunar sem stjórnin hafði staðið fyrir til þess að kanna hug félagsmanna til hliðs. Þátttaka í könnuninni var fremur dræm en niðurstöður voru afgerandi. Af þeim 25 sem svöruðu voru 23 meðfylgjandi uppsetningu hliðs en aðeins 2 á móti.

 

Þessu næst greindi formaður frá því að stjórnin hefði leitað eftir upplýsingum um kostnað við uppsetningu á hliðum bæði fyrir Eyrarskóg og Hrísabrekku eins og kynnt var til félagsmanna með tölvupósti og bréfi (til þeirra sem ekki hafa netföng) fyrir fundinn (sjá hér að ofan). Framkvæmdin er ekki að fullu útfærð en kostnaðaráætlun stjórnar gerir ráð fyrir 20 þúsund kr. gjaldi á hverja byggða lóð. Þar er innifalin ákveðin óvissa sem aftur ætti að tryggja að áætlun standist og að ekki þurfi að senda út bakreikninga. Við undirbúningsvinnuna hefur hins vegar greinilega komið í ljós að „hlið er ekki bara hlið“ og þar er að mörgu að hyggja. Nefndi formaður m.a. í því sambandi að tryggja þyrfti aðgengi sjúkra- og slökkviliðs, girða þyrfti og/eða gera hindranir til hliðar við hliðstólpa o. s. frv.

 

Að lokinni þessari kynningu var opnað fyrir umræðu meðal félagsmanna.

 

Guðbjarni (sem mættur var sem fulltrúi Guðmundar, E-2) spurði hvort að sú hugmynd stjórnar um að setja upp hlið þar sem innheimta gjalds ætti aðeins að miðast við byggðar lóðir stæðist lög félagsins. Formaður sagði að hér væri viðhaft sama fyrirkomulag á og tíðkaðist t.d við innheimtu vatnsgjalds. Það er aðeins innheimt af byggðum lóðum en síðan greiða óbyggðar lóðir sérstakt tengigjald þegar þær tengjast vatnsveitunni. Tillaga stjórnar er að sama fyrirkomulag verði haft varðandi öryggishlið. Einungis þeir sem eru með byggðar lóðir greiða nú en þeir sem ekki hafa byggt geta fengið aðgang um hlið gegn greiðslu gjaldsins þegar þeir hefja framkvæmdir (og auðvitað fyrr ef þeir vilja svo við hafa).

 

Ingi Gunnar (E-83) mótmælti ákvörðun fundarstjóra um að fundurinn væri löglegur þar sem við það mat á því ætti að miða við allar lóðir á svæðinu en ekki aðeins þær lóðir sem búið er að byggja á hús.

 

Fundarstjóri nefndi að með fyrirhuguðum framkvæmdum væru þeir sem ættu bústaði að vernda eigur sínar og því væri mjög eðlilegt að miða ákvörðun um lögmæti fundar og innheimtu gjalds við byggðar lóðir. Þeir sem ekki hafa byggt á sínum lóðum hafa engra hagsmuna að gæta og ekki væri sanngjarnt að þeir gætu ráðið úrslitum um það hvort við hin verðum eigur okkar og verðmæti. Á þessum grunni hefur líka félagið ráðið ráðum sínum frá stofnun þess.

 

Ólafur (E2,-1) greindi frá fundi sem hann hefði sótt um innbrotamál í sveitinni.

 

Guðbjarni (E-2) spurði um ruslagáma og hvort báðir aðilar (Eyrarskógarfólk, Hrísabrekkufólk) þyrftu að fara um bæði svæðin, sem og hvort menn þyrftu að tala við vöktunarfyrirtæki (þ.e. söluaðila hliða) þegar farið væri inn og út.

 

Formaður greindi frá því að menn gætu haft lykil með rafeindaflögu/fjarstýrðan opnara í bíl sínum og þá opnaðist hlið þegar komið væri að því. Einnig greindi hann frá því að hlið yrði hægt að opna með símhringingu og að hver bústaður fengi líklegast úthlutað 4-5 símanúmerum (eitt símanúmer tilheyrir ákveðnum síma) sem unnt væri að hringja úr til þess að opna hlið. Hliðið þekkir þannig símann sem hringt er úr hvort sem sá sem hringir er staddur með símann við hliðið eða í útlöndum. Vissulega mun uppsetning á hliðum kalla á breyttar venjur hvað varðar aðkomu (menn þurfa þannig að að slá af ferðinni, hringja og bíða eftir að hlið opnist) en að sama skapi er vonast til þess að þetta leiði til aukins öryggis á svæðinu. Fólk verður að hafa í huga hversvegna ráðist er í þessa framkvæmd.

 

Varðandi gámana sagði formaður að hann hefði fyrr í sumar átt samtal við Jón á Eyri um staðsetningu gámanna í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá nefndi Jón möguleikann á því að flytja gámana niður fyrir veg (þangað sem brennustæðið hefur verið). Formaður sagðist hafa tekið vel í þá hugmynd og talið hana mjög góða lausn. Síðan gerðist það fyrir nokkrum dögum að Gísli hitti Jón í umboði formanns og þá kom fram að Jón hafði skipt um skoðun þar sem hann taldi að á nýjum stað myndu gámarnir þrengja að honum. Í tengslum við uppsetningu hliða taldi Jón staðsetningu gámanna ekki stórmál og er það að sönnu rétt hjá honum. Gámarnir verða þannig áfram á svipuðum stað og verið hefur en utan hliðs. Verið getur hins vegar að í tengslum við framkvæmdirnar þurfi aðeins að hnika þeim til miðað við það sem nú er.

 

Guðbjarni (E-2) spurði um kostnað við rekstur hliða, þ.e. hvort greiða þyrfti ákveðin þjónustugjöld af þeim. Formaður svaraði til að þjónustukostnaður hliðs væri talinn um 4800 kr á mánuði og að síðan kæmi til eftirlit eða skoðun einu sinni á ári sem ekki væri kostnaðarsöm. Að lokinni uppsetningu hliða verður þessi kostnaður hluti af rekstrarreikningi frístundahúsafélagsins.

 

Spurt var (Hafsteinn, E-38) hvort hlið eins og þau sem fyrirhugað er að setja upp væru örugg t.d. í kuldum á veturna. Formaður sagði söluaðila segja að frost og kuldi ætti ekki að skapa vandamál en auðvitað geta þessi hlið bilað eins og önnur mannanna verk. Niðri við þjóðveg getur stundum verið mjög vindasamt og því þarf að setja hliðin upp á þann hátt sem við teljum best með tilliti til allra aðstæðna.

 

Spurt var (fundarritari náði ekki nafni fyrirspyrjanda) hvort stjórnin vissi eitthvað um það hvort umferð hefði breyst á svæðum þar sem sambærileg hlið hefðu verið sett upp. Í svari við þeirri spurningu vísaði formaður í orð kunningja síns sem er bústaðareigandi í Svarfhólslandi en þar voru sett upp hlið fyrr í sumar. Sá hafði sagt að verulega hefði dregið úr umferð utanaðkomandi.

 

Hólmgeir (E-20) nefndi að með uppsetningu á hliði fengi hann þá tilfinningu að verið væri skipta landinu þannig að almannaréttur til umferðar væri ekki lengur virtur og því spyrði hann hvort í raun mætti loka landi eins og Eyrarskógi fyrir almennri umferð.

 

Ólafur (E-2, 1) nefndi að það væri neyðarréttur okkar að verja okkur með þeim hætti sem ætlunin er. Þá benti hann á að bændur mættu verja slóða sem þeir hefðu í upphafi lagt. Vegir í okkar landi (Eyrarskógarmegin) eru hins vegar upphaflega lagðir sem slóðar af Rarik og af þeim sökum kynni takmörkun okkar á aðgengi að vera á gráu svæði.

 

Ólafur (E-89) taldi að hann hefði sjálfur yfirráð yfir sínu landi og að umgengnisreglur í Eyrarskógi segðu í raun að svo væri. Í ljósi þess hlytum við líka að mega takmarka aðgang óviðkomandi inn á svæðið.

 

Spurt var (fundarritari náði ekki nafni fyrirspyrjanda) hvort ekki væri ætlunin að fá fast tilboð í fyrirhugaða framkvæmd þannig að ljóst væri hvað hún myndi kosta áður en hafðist yrði handa.

 

Formaður svaraði að leitað yrði eftir föstu tilboði í hlið og rafmagn en hins vegar ekki í jarðvegsvinnu og annað henni tengt. Nokkrir félagsmenn okkar eru fagmenn á þeim sviðum sem við þurfum að hafa þekkingu á til framkvæmdanna og aðrir hafa yfir vinnuvélum að ráða. Stjórnin hyggst leita til þessara aðila, sem og til almennra félagsmanna líkt og á vinnudegi að sumri, til að fá verkið unnið á sem ódýrastan máta.

 

Ingi Gunnar (E-83) lýsti sig ósáttan með fyrirhugaða kostnaðarskiptingu og vísaði þar til bréfs sem hann hafði sent félagsmönnum í tölvupósti fyrr um daginn. Þar rekur hann það sem í framkvæmdum við fjöleignarhús er kallað „sameign sumra“ og „sameign allra“. Vildi hann nota þá skilgreiningu í sambandi við skiptingu kostnaðar við hliðin, annars vegar Eyrarskógarmegin og hins vegar Hrísabrekkumegin. Varðandi nánari rökstuðning Inga Gunnars (E-83) vísast til skeytisins sem sent var félagsmönnum síðdegis þann 21. ágúst.

 

Fundarstjóri lýsti því yfir að hann hefði ákveðna samúð með sjónarmiðum Inga Gunnars (E-83) en sagði jafnframt að 9. grein félagslaga segði til um hvernig kostnaðarskiptingu skyldi háttað. Taldi hann því tillögu Inga Gunnars (E-83) brjóta í bága við samþykktir félagsins.

 

Ingi Gunnar (E-83) sagðist ekki sammála túlkun fundarstjóra þar sem að í lögum félagsins væri aðeins talað um kostnað (þ. e. það sem hann teldi sameiginlegan kostnað). Kostnaður við hlið er ekki sameiginlegur kostnaður sagði Ingi Gunnar (E-83).

 

Fundarstjóri sagði að félagsmenn störfuðu í einu sameiginlegu félagi og að samþykkt tillögu eins og þeirrar sem Ingi Gunnar (E-83) talaði fyrir myndi hafa áhrif á alla starfsemi félagsins. Með henni væri í raun verið að skipta félaginu í tvö aðskilin félög.

 

Formaður gat þess að stjórnin hefði í upphafi verið mjög óhress með ákvörðun Hrísabrekkufólks um að setja upp hlið á eigin vegum og þess vegna hefði stjórnin (sem um þessar mundir er eingöngu skipuð bústaðaeigendum Eyrarskógarmegin) í upphafi rætt um að setja bara upp eitt hlið, þ.e.  Eyrarskógarmegin. Við nánari umfjöllun um málið komst stjórnin hins að þeirri niðurstöðu að það gæti ekki gengið, þar sem að með því myndi hún framkvæma það sem hún væri í reynd óánægð með, þ.e. vinnulag Hrísabrekkufólks varðandi uppsetningu á hliði s.l. vetur án nokkurs samráðs við stjórn félagsins. Ef reka á félagið sem eina heild verða almennar framkvæmdir, svo sem vegir og vatnsveita, og nú framkvæmdir við hlið að eiga jafnt við á báðum svæðum sagði formaður.

 

Guðbjarni (E-2) sagðist vilja leggja fram breytingartillögu sem tengdist kostnaðarskiptingu við fyrirhugaða framkvæmd. Hann sagði að við værum með eitt félag þar sem allir lóðarhafar væru meðlimir en ekki bara þeir sem væru þegar komnir með hús á sínum lóðum. Því velti hann því fyrir sér hvernig tryggja mætti að þeir lóðarhafar sem ekki hafa þegar byggt hús komi til með að greiða sinn kostnað í hliðframkvæmdunum þegar þar að kemur. Tillaga Guðbjarna (E-2) var svohljóðandi.

 

Félagsfundur Frístundafélags Eyrarskógar og Hrísabrekku samþykkir framkomna tillögu stjórnar um að reisa öryggishlið að innkeyrslum enda verði tryggt að greitt verði fyrir hverja lóð án stöðu bygginga á lóðunum og lögveð tekið í þeim lóðum og húsum sem ekki greiða kostnaðarhlutdeild sína á tilsettum tíma og fylgt verði eftir með lögsókn eða kröfunni lýst við nauðungarsölu innan árs frá stofnun hennar eins og áskilið er í samþykktum félagsins og lögum um frístundabyggð.

 

Fundarstjóri spurði í framhaldi af tillögu Guðbjarna (E-2) hvort tillaga stjórnar væri ekki nægjanleg (þar segir “Ef samþykkt verður að ráðast í þessar framkvæmdir er greiðsla á umræddu gjaldi forsenda þess að unnt sé að skrá viðkomandi með leyfi til umgengni um hliðið”).

 

Formaður gat þess einnig að innheimta gjalda af óbyggðum lóðum hefði í gegnum tíðina verið hörmuleg, af mörgum slíkum lóðum hefði aldrei verið greitt til félagsins og að reglulega hefði síðan þurft afskrifa kröfur sem þeim tengdust. Tillögu þá sem hér hefði verið kynnt taldi formaður einungis leiða til vinnu og kostnaðar fyrir félagið og engu skila. Tillaga stjórnar gerir ráð fyrir því að einungis þeir sem greitt hafa gjaldið fá “lykil” að hliði. Vilji þeir sem ekki hafa byggt hús á lóðum sínum fara um hliðið og að sinni lóð þurfa þeir að greiða framkvæmdagjaldið. Stjórn mun gæta þess að þeir sem ekki greiða það nú muni gera þegar þeir vilja fá aðgang.

 

Helgi (E-38) sagði að sér fyndist umræðan farin að snúast um aukaatriði. Hann kom á fund til þess að ræða og taka ákvörðun um hlið en ekki til þess að hlusta á umræður um alls konar lagaflækjur.

 

Benjamín (E-37) spurði hvort við gætum eða mættum loka aðgengi að svæðinu.

Formaður svaraði að eins og þegar hefði komið fram væri að mörgu að hyggja en að staðið yrði að framkvæmd eins og best verður á kosið og í samráði við alla aðila (Sveitarfélag, Jón bónda, sjúkra- og slökkvilið o.s. frv.).

 

Ólafur (E2-1) spurði hvort unnt væri að kaupa tryggingar og hvað gerðist ef Grjótá “tæki sprett”. Formaður sagði að stjórn myndi athuga með tryggingar en hvað Grjótá varðaði yrði að setja hliðin upp þar sem hentugast og öruggast væri samkvæmt ráðum þeirra sem best til þekkja og þannig að þau þjóni tilgangi sínum.

 

Að loknum þessum umræðum voru greidd atkvæði um fyrirliggjandi tillögu stjórnar. Atkvæðagreiðslan var skrifleg og var niðurstaðan eftirfarandi: Já 36, Nei 2, Auðir 3. Fundarstjóri lýsti því tillögu stjórnar um að ráðast í framkvæmdir samþykkta. Síðan voru greidd atkvæði um tillögu Guðbjarna (E-2) sem kynnt var hér að framan. Atkvæðagreiðsla um hana var gerð með handauppréttingu og fór á eftirfarandi veg: Já 16, Nei 21.

 

Þessu næst var rætt um önnur mál. Fundarstjóri hóf þá umræðu með spurningu til vatnsnefndar um það hvenær “nýi” vatnstankurinn færi í jörð. Sigmundur (E-31) svaraði að það yrði á næstu dögum. Verkið sagði hann hafa tafist vegna anna hjá Þórarni á Hlíðarfæti sem fenginn hefur verið til að framkvæma það.

 

Páll (E-23) sagði að eins og allir tækju eftir þá hefði gróður á svæðinu vaxið mikið á undanförnum árum. Hann vildi vekja athygli á því að samfara auknum gróðri fylgdi aukin eldhætta í miklum þurrkum eins og verið hafa undanfarið og ef að eldur kæmi upp þá væru flóttaleiðir fáar.

 

Fundarstjóri tók undir með Páli og sagði að orð hans væru viðvörun til okkar allra um að FARA VARLEGA MEÐ ELD. Um daginn kviknaði í einum af ruslagámunum að því að talið er vegna þess að grillkolum með glóð í var hent í gáminn. Mikilvægt er því einnig að huga að því sem við hendum í gámana.

 

Loftur (E-80) vildi beina því til fólks að gróðursetja ekki tré nær akvegum en í um 3 m fjarlægð. Tré vaxa fljótt í landinu og á örfáum árum fara þau að þrengja að umferð um vegi. Formaður gat þess í þessu samhengi að á vinnudegi hefði verið gengið með vegum og þær greinar klipptar sem lengst stóðu út í þá. Á næstu árum megum við reikna með frekari vinnu í þessa veru.

 

Spurt var (fundarstjóri náði ekki nafni fyrirspyranda) um “bláa húsið” í Hrísabrekkulandinu sem þar liggur undir skemmdum öllum til ama. Þar er drasl á lóðinni sem fokið getur og rúður brotnar. Hvoru tveggja skapar slysahættu og er til mikils lýtis á svæðinu sagði fyrirspyrjandi.

 

Guðbjörg (E-1) upplýsti að hún hefði talað við starfsmann sveitarstjórnar út af þessu og eins kvartað út af lóð við hliðina á sér þar sem allt væri í niðurníðslu. Ekkert hefði hins vegar gerst og taldi hún þetta algerlega óviðunandi. Kristleifur (H-28) sagði að hann vissi til þess að á næstunni ætti bjóða upp „húsið“ en ólíklegt væri að nokkur vildi kaupa það í því ástandi sem það nú er. Hann tók undir með Guðbjörgu að ekki væri unnt að sætta sig við núverandi stöðu.

 

Jón (E 50) bætti við að mál eins og þessi væru á ábyrgð skipulagsyfirvalda og að þau hefðu lagaleg úrræði hvað þetta varðaði. Þeim bæri því skylda til að sinna málum sem þessu.

 

Fundarstjóri lagði til að fundurinn beindi þeim tilmælum til stjórnar að hún krefðist þess við sveitarstjórn að hér yrðu gerðar lagfæringar. Var það samþykkt einróma af fundarmönnum.

 

Formaður fékk orðið og sagðist vilja víkja að nokkrum atriðum áður en fundi yrði slitið. Hann nefndi heimasíðu félagsins sem nýlega hefur verið sett upp (eyrarskogur.is) og bað félagsmenn vinsamlegast að setja ekki þar inn staðhæfulaust bull eins og nýlega hefur gerst. Taldi hann slíkt ömurlegt og ætti ekki að eiga sér stað. Þá vék hann að framkvæmdum við fyrirhugað hlið og sagði að í sambandi við þær þyrfti stjórnin að njóta liðsinnis og krafta fagmanna í félaginu sem og þeirra sem hafa yfir jarðvinnutækjum að ráða. Loks sagðist formaður vilja virkja fólk til starfa í uppstillingarnefnd og kvaddi þar til Önnu Karen (H-30) sem hann vildi að nældi sér í 1-2 aðra félaga til að starfa ásamt henni í uppstillingarnefnd þar sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á stjórn á næsta aðalfundi. Í þessu sambandi nefndi formaður líka að ekki væri gott þegar allir stjórnarmenn kæmu öðru megin Grótár, þ.e. frá Eyrarskógarsvæðinu eins og staðan er nú.

 

Að loknum þessum orðum sleit formaður fundi.

 

Fundargerð verður send í tölvupósti og birt á heimasíðu félagsins „eyrarskogur.is“. Fundarmönnum er gefinn kostur á að gera athugasemdir innan 10 daga (í tölvupósti til fundarritara: osa@hafro.is) en þá verður fundargerðin undirrituð.

Birt í Fundir | Slökkt á athugasemdum við Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku

Öryggishlið, staðan og næstu skref.

Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku haldinn í Smáranum, Íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 20:00.

 

DAGSKRÁ:

 

  1. Öryggishlið, staðan og næstu skref.
  2. Önnur mál.

 

Formaður setti fund og lagði til að Kristján Ragnarsson (E-45E) yrði skipaður fundarstjóri. Þá lagði hann til að Ólafur S. Ástþórsson (E-89) tæki að sér að vera fundarritari. Hvoru tveggja var samþykkt og tók Kristján við fundarstjórn.

 

Fundarstjóri lét kanna mætingu á fundinn til þess að tryggt yrði að ákvarðanir hans myndu teljast löglegar. Talning fundarmanna leiddi í ljós að fulltrúar frá 41 af 108 byggðum lóðum voru mættir á fundinn. Fundarstjóri tilkynnti í framhaldinu að fulltrúar væru nægilega margir til ákvarðanatöku á fundinum. Þá ákvörðun að byggja mat sitt um lögmæti fundar til ákvörðunartöku á þeim hluta félagsmanna sem þegar hafa reist hús á sínum lóðum rökstuddi hann með því að þeir aðilar einungis hefðu hagsmuni að verja í sambandi við uppsetningu hliða. Ekki væri rétt að þeir sem ekki hefðu byggt hús og/eða hyggðust jafnvel alls ekki gera það gætu ráðið því hvort hinir þ.e. þeir sem hafa byggt hús gætu varið eignir sínar með aðgerðum eins og hér væru til umræðu. Þá úrskurðaði fundarstjóri að fundarboð og tillaga stjórnar um fyrirhugaðar framkvæmdir við öryggishlið væru í samræmi við lög félagsins.

 

Hér að neðan er greinargerð og tillaga stjórnar varðandi umræðu um öryggishlið birt til upplýsingar en hún hafði verið send fyrir fundinn í tölvu-/bréfapósti til allra félagsmanna til kynningar:

 

Ágætu félagsmenn.

 

Í sambandi við fyrirhugaðan fund um öryggishlið að frístundahúsasvæðinu hefur stjórnin aflað frekari upplýsinga um kostnað, m.a. með tilboðum frá söluaðilum hliða og viðræðum við félagsmenn innan okkar raða (rafvirkjameistara, verktaka).

 

Kostnaðaráætlunin sundurliðast sem hér segir.

1. Lægsta tilboð í hlið að Eyrarskógi frá Öryggismiðstöð Íslands: 880.000 kr.
2. Rafmagnsinntak: 366.000 kr. Hér er um að ræða lágmarksgjald sem getur
hækkað ef það er lengra en 200 m í næsta tengiskáp.
3. Inntakskassi fyrir rafmagn: 70.000-100.000 kr.
4. Jarðvinna og stöplar undir hlið: 100.000-150.000 kr.
5. Óvissa: 250.000 kr. m.a. til að mæta hugsanlegum aukakostnaði við
rafmagnsinntak.


Samtals er kostnaður við hlið að Eyrarskógi því áætlaður á bilinu um
1.700.000-1.800.000 kr.

Ef jafnframt verður ráðist í samskonar hlið að Hrísabrekku er kostnaður þar áætlaður eftirfarandi.

1. Tilboð í hlið að Hrísabrekku frá Öryggismiðstöð Íslands: 868.000 kr. Hlið númer tvö er aðeins ódýrara en hið fyrsta vegna þess að akstur tengdur uppsetningu samnýtist.
2. Jarðvinna, stöplar og rafmagnsstrengur lagður frá inntakskassa að hliði:
200.000 kr.

Þannig er áætlaður kostnaður fyrir kaup og uppsetningu á tveimur hliðum um 2.800.000-2.900.000 kr.

Stjórnin mun leggja til að ráðist verði í framkvæmdir við bæði hliðin áður en haustar og að þær verði fjármagnaðar með sérstöku 20.000 kr. gjaldi á hverja byggða lóð. Ef samþykkt verður að ráðast í þessar framkvæmdir er greiðsla á umræddu gjaldi forsenda þess að unnt sé að skrá viðkomandi með leyfi til umgengni um hliðið. Byggðar lóðir eru nú um 105 sem þýðir heildarupphæðin sem innheimtist ætti að verða um 2.100.000 kr. Það sem uppá vantar verður greitt úr sjóði félagsins.

Kv., stjórnin

 

Formaður fékk síðan orðið til þess að hafa forsögu um tillögu stjórnar varðandi framkvæmdir við öryggishlið. Í upphafi rifjaði hann lítillega sögu umræðu um öryggishlið innan félagsins og gat þess meðal annars að tillaga um hlið inn á frístundahúsasvæðið hefði verið felld á fundi fyrir einum 6 árum. Þá nefndi hann að nú horfði hins vegar allt öðru vísi við varðandi öryggi og verndun eigna á svæðinu gagnvart innbrotum og skemmdarverkum. Formaður sagði að í vetur hefði verið brotist inn í tvö hús og síðan þrjú í vor. Seinustu innbrotin áttu sér staði í júlí þegar margir bústaðaeigendur voru á svæðinu og sýnir það bíræfni þeirra sem eiga í hlut.

 

Formaður gat einnig um niðurstöður könnunar sem stjórnin hafði staðið fyrir til þess að kanna hug félagsmanna til hliðs. Þátttaka í könnuninni var fremur dræm en niðurstöður voru afgerandi. Af þeim 25 sem svöruðu voru 23 meðfylgjandi uppsetningu hliðs en aðeins 2 á móti.

 

Þessu næst greindi formaður frá því að stjórnin hefði leitað eftir upplýsingum um kostnað við uppsetningu á hliðum bæði fyrir Eyrarskóg og Hrísabrekku eins og kynnt var til félagsmanna með tölvupósti og bréfi (til þeirra sem ekki hafa netföng) fyrir fundinn (sjá hér að ofan) og því teldi hann ekki nauðsyn á að lesa upp allan texta tillögunnar. Framkvæmdin er ekki að fullu útfærð en kostnaðaráætlun og tillaga stjórnar gerir ráð fyrir 20 þúsund kr. gjaldi á hverja byggða lóð. Þar er innifalin ákveðin óvissa sem aftur ætti að tryggja að áætlun standist og að ekki þurfi að senda út bakreikninga. Við undirbúningsvinnuna hefur hins vegar greinilega komið í ljós að „hlið er ekki bara hlið“ og þar er að mörgu að hyggja. Nefndi formaður m.a. í því sambandi að tryggja þyrfti aðgengi sjúkra- og slökkviliðs, girða þyrfti og/eða gera hindranir til hliðar við hliðstólpa o. s. frv.

 

Að lokinni kynningu formanns hvatti fundarstjóri fundarmenn til þess að spyrja spurninga um hvað eina sem kynni að vera óljóst varðandi fyrirhugaða framkvæmd og tillögu stjórnar nú hefði verið rakin.

 

Guðbjarni (sem mættur var sem fulltrúi Guðmundar, E-2) spurði hvort að sú hugmynd stjórnar um að setja upp hlið þar sem innheimta gjalds ætti aðeins að miðast við byggðar lóðir stæðist lög félagsins. Formaður sagði að hér væri viðhaft sama fyrirkomulag á og tíðkaðist t.d við innheimtu vatnsgjalds. Það er aðeins innheimt af byggðum lóðum en síðan greiða óbyggðar lóðir sérstakt tengigjald þegar þær tengjast vatnsveitunni. Tillaga stjórnar er að sama fyrirkomulag verði haft varðandi öryggishlið. Einungis þeir sem eru með byggðar lóðir greiða nú en þeir sem ekki hafa byggt geta fengið aðgang um hlið gegn greiðslu gjaldsins þegar þeir hefja framkvæmdir (og auðvitað fyrr ef þeir vilja svo við hafa).

 

Ingi Gunnar (E-83) mótmælti ákvörðun fundarstjóra um að fundurinn væri löglegur þar sem við það mat á því ætti að miða við allar lóðir á svæðinu en ekki aðeins þær lóðir sem búið er að byggja á hús.

 

Fundarstjóri nefndi að með fyrirhuguðum framkvæmdum væru þeir sem ættu bústaði að vernda eigur sínar og því væri mjög eðlilegt að miða ákvörðun um lögmæti fundar og innheimtu gjalds við byggðar lóðir. Þeir sem ekki hafa byggt á sínum lóðum hafa engra hagsmuna að gæta og ekki væri sanngjarnt að þeir gætu ráðið úrslitum um það hvort við hin verðum eigur okkar og verðmæti. Á þessum grunni hefur líka félagið ráðið ráðum sínum frá stofnun þess.

 

Ólafur (E2,-1) greindi frá fundi sem hann hefði sótt um innbrotamál í sveitinni.

 

Guðbjarni (E-2) spurði um ruslagáma og hvort báðir aðilar (Eyrarskógarfólk, Hrísabrekkufólk) þyrftu að fara um bæði svæðin, sem og hvort menn þyrftu að tala við vöktunarfyrirtæki (þ.e. söluaðila hliða) þegar farið væri inn og út.

 

Formaður greindi frá því að menn gætu haft lykil með rafeindaflögu/fjarstýrðan opnara í bíl sínum og þá opnaðist hlið þegar komið væri að því. Einnig greindi hann frá því að hlið yrði hægt að opna með símhringingu og að hver bústaður fengi líklegast úthlutað 4-5 símanúmerum (eitt símanúmer tilheyrir ákveðnum síma) sem unnt væri að hringja úr til þess að opna hlið. Hliðið þekkir þannig símann sem hringt er úr hvort sem sá sem hringir er staddur með símann við hliðið eða í útlöndum. Vissulega mun uppsetning á hliðum kalla á breyttar venjur hvað varðar aðkomu (menn þurfa þannig að að slá af ferðinni, hringja og bíða eftir að hlið opnist) en að sama skapi er vonast til þess að þetta leiði til aukins öryggis á svæðinu. Fólk verður að hafa í huga hversvegna ráðist er í þessa framkvæmd.

 

Varðandi gámana sagði formaður að hann hefði fyrr í sumar átt samtal við Jón á Eyri um staðsetningu gámanna í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Þá nefndi Jón möguleikann á því að flytja gámana niður fyrir veg (þangað sem brennustæðið hefur verið). Formaður sagðist hafa tekið vel í þá hugmynd og talið hana mjög góða lausn. Síðan gerðist það fyrir nokkrum dögum að Gísli hitti Jón í umboði formanns og þá kom fram að Jón hafði skipt um skoðun þar sem hann taldi að á nýjum stað myndu gámarnir þrengja að honum. Í tengslum við uppsetningu hliða taldi Jón staðsetningu gámanna ekki stórmál og er það að sönnu rétt hjá honum. Gámarnir verða þannig áfram á svipuðum stað og verið hefur en utan hliðs. Verið getur hins vegar að í tengslum við framkvæmdirnar þurfi aðeins að hnika þeim til miðað við það sem nú er.

 

Guðbjarni (E-2) spurði um kostnað við rekstur hliða, þ.e. hvort greiða þyrfti ákveðin þjónustugjöld af þeim. Formaður svaraði til að þjónustukostnaður hliðs væri talinn um 4800 kr á mánuði og að síðan kæmi til eftirlit eða skoðun einu sinni á ári sem ekki væri kostnaðarsöm. Að lokinni uppsetningu hliða verður þessi kostnaður hluti af rekstrarreikningi frístundahúsafélagsins.

 

Spurt var (Hafsteinn, E-38) hvort hlið eins og þau sem fyrirhugað er að setja upp væru örugg t.d. í kuldum á veturna. Formaður sagði söluaðila segja að frost og kuldi ætti ekki að skapa vandamál en auðvitað geta þessi hlið bilað eins og önnur mannanna verk. Niðri við þjóðveg getur stundum verið mjög vindasamt og því þarf að setja hliðin upp á þann hátt sem við teljum best með tilliti til allra aðstæðna.

 

Spurt var (fundarritari náði ekki nafni fyrirspyrjanda) hvort stjórnin vissi eitthvað um það hvort umferð hefði breyst á svæðum þar sem sambærileg hlið hefðu verið sett upp. Í svari við þeirri spurningu vísaði formaður í orð kunningja síns sem er bústaðareigandi í Svarfhólslandi en þar voru sett upp hlið fyrr í sumar. Sá hafði sagt að verulega hefði dregið úr umferð utanaðkomandi.

 

Hólmgeir (E-20) nefndi að með uppsetningu á hliði fengi hann þá tilfinningu að verið væri skipta landinu þannig að almannaréttur til umferðar væri ekki lengur virtur og því spyrði hann hvort í raun mætti loka landi eins og Eyrarskógi fyrir almennri umferð.

 

Ólafur (E-2, 1) nefndi að það væri neyðarréttur okkar að verja okkur með þeim hætti sem ætlunin er. Þá benti hann á að bændur mættu verja slóða sem þeir hefðu í upphafi lagt. Vegir í okkar landi (Eyrarskógarmegin) eru hins vegar upphaflega lagðir sem slóðar af Rarik og af þeim sökum kynni takmörkun okkar á aðgengi að vera á gráu svæði.

 

Ólafur (E-89) taldi að hann hefði sjálfur yfirráð yfir sínu landi og að umgengnisreglur í Eyrarskógi segðu í raun að svo væri. Í ljósi þess hlytum við líka að mega takmarka aðgang óviðkomandi inn á svæðið.

 

Spurt var (fundarritari náði ekki nafni fyrirspyrjanda) hvort ekki væri ætlunin að fá fast tilboð í fyrirhugaða framkvæmd þannig að ljóst væri hvað hún myndi kosta áður en hafðist yrði handa.

 

Formaður svaraði að leitað yrði eftir föstu tilboði í hlið og rafmagn en hins vegar ekki í jarðvegsvinnu og annað henni tengt. Nokkrir félagsmenn okkar eru fagmenn á þeim sviðum sem við þurfum að hafa þekkingu á til framkvæmdanna og aðrir hafa yfir vinnuvélum að ráða. Stjórnin hyggst leita til þessara aðila, sem og til almennra félagsmanna líkt og á vinnudegi að sumri, til að fá verkið unnið á sem ódýrastan máta.

 

Ingi Gunnar (E-83) lýsti sig ósáttan með fyrirhugaða kostnaðarskiptingu og vísaði þar til bréfs sem hann hafði sent félagsmönnum í tölvupósti fyrr um daginn. Þar rekur hann það sem í framkvæmdum við fjöleignarhús er kallað „sameign sumra“ og „sameign allra“. Vildi hann nota þá skilgreiningu í sambandi við skiptingu kostnaðar við hliðin, annars vegar Eyrarskógarmegin og hins vegar Hrísabrekkumegin. Varðandi nánari rökstuðning Inga Gunnars (E-83) vísast til skeytisins sem sent var félagsmönnum síðdegis þann 21. ágúst.

 

Fundarstjóri lýsti því yfir að hann hefði ákveðna samúð með sjónarmiðum Inga Gunnars (E-83) en sagði jafnframt að 9. grein félagslaga segði til um hvernig kostnaðarskiptingu skyldi háttað. Taldi hann því tillögu Inga Gunnars (E-83) brjóta í bága við samþykktir félagsins.

 

Ingi Gunnar (E-83) sagðist ekki sammála túlkun fundarstjóra þar sem að í lögum félagsins væri aðeins talað um kostnað (þ. e. það sem hann teldi sameiginlegan kostnað). Kostnaður við hlið er ekki sameiginlegur kostnaður sagði Ingi Gunnar (E-83).

 

Fundarstjóri sagði að félagsmenn störfuðu í einu sameiginlegu félagi og að samþykkt tillögu eins og þeirrar sem Ingi Gunnar (E-83) talaði fyrir myndi hafa áhrif á alla starfsemi félagsins. Með henni væri í raun verið að skipta félaginu í tvö aðskilin félög.

 

Formaður gat þess að stjórnin hefði í upphafi verið mjög óhress með ákvörðun Hrísabrekkufólks um að setja upp hlið á eigin vegum og þess vegna hefði stjórnin (sem um þessar mundir er eingöngu skipuð bústaðaeigendum Eyrarskógarmegin) í upphafi rætt um að setja bara upp eitt hlið, þ.e.  Eyrarskógarmegin. Við nánari umfjöllun um málið komst stjórnin hins að þeirri niðurstöðu að það gæti ekki gengið, þar sem að með því myndi hún framkvæma það sem hún væri í reynd óánægð með, þ.e. vinnulag Hrísabrekkufólks varðandi uppsetningu á hliði s.l. vetur án nokkurs samráðs við stjórn félagsins. Ef reka á félagið sem eina heild verða almennar framkvæmdir, svo sem vegir og vatnsveita, og nú framkvæmdir við hlið að eiga jafnt við á báðum svæðum sagði formaður.

 

Guðbjarni (E-2) sagðist vilja leggja fram breytingartillögu sem tengdist kostnaðarskiptingu við fyrirhugaða framkvæmd. Hann sagði að við værum með eitt félag þar sem allir lóðarhafar væru meðlimir en ekki bara þeir sem væru þegar komnir með hús á sínum lóðum. Því velti hann því fyrir sér hvernig tryggja mætti að þeir lóðarhafar sem ekki hafa þegar byggt hús komi til með að greiða sinn kostnað í hliðframkvæmdunum þegar þar að kemur. Tillaga Guðbjarna (E-2) var svohljóðandi.

 

Félagsfundur Frístundafélags Eyrarskógar og Hrísabrekku samþykkir framkomna tillögu stjórnar um að reisa öryggishlið að innkeyrslum enda verði tryggt að greitt verði fyrir hverja lóð án stöðu bygginga á lóðunum og lögveð tekið í þeim lóðum og húsum sem ekki greiða kostnaðarhlutdeild sína á tilsettum tíma og fylgt verði eftir með lögsókn eða kröfunni lýst við nauðungarsölu innan árs frá stofnun hennar eins og áskilið er í samþykktum félagsins og lögum um frístundabyggð.

 

Fundarstjóri spurði í framhaldi af tillögu Guðbjarna (E-2) hvort tillaga stjórnar væri ekki nægjanleg (þar segir “Ef samþykkt verður að ráðast í þessar framkvæmdir er greiðsla á umræddu gjaldi forsenda þess að unnt sé að skrá viðkomandi með leyfi til umgengni um hliðið”).

 

Formaður gat þess einnig að innheimta gjalda af óbyggðum lóðum hefði í gegnum tíðina verið hörmuleg, af mörgum slíkum lóðum hefði aldrei verið greitt til félagsins og að reglulega hefði síðan þurft afskrifa kröfur sem þeim tengdust. Tillögu þá sem hér hefði verið kynnt taldi formaður einungis leiða til vinnu og kostnaðar fyrir félagið og engu skila. Tillaga stjórnar gerir ráð fyrir því að einungis þeir sem greitt hafa gjaldið fá “lykil” að hliði. Vilji þeir sem ekki hafa byggt hús á lóðum sínum fara um hliðið og að sinni lóð þurfa þeir að greiða framkvæmdagjaldið. Stjórn mun gæta þess að þeir sem ekki greiða það nú muni gera þegar þeir vilja fá aðgang.

 

Helgi (E-38) sagði að sér fyndist umræðan farin að snúast um aukaatriði. Hann kom á fund til þess að ræða og taka ákvörðun um hlið en ekki til þess að hlusta á umræður um alls konar lagaflækjur.

 

Benjamín (E-37) spurði hvort við gætum eða mættum loka aðgengi að svæðinu.

Formaður svaraði að eins og þegar hefði komið fram væri að mörgu að hyggja en að staðið yrði að framkvæmd eins og best verður á kosið og í samráði við alla aðila (Sveitarfélag, Jón bónda, sjúkra- og slökkvilið o.s. frv.).

 

Ólafur (E2-1) spurði hvort unnt væri að kaupa tryggingar og hvað gerðist ef Grjótá “tæki sprett”. Formaður sagði að stjórn myndi athuga með tryggingar en hvað Grjótá varðaði yrði að setja hliðin upp þar sem hentugast og öruggast væri samkvæmt ráðum þeirra sem best til þekkja og þannig að þau þjóni tilgangi sínum.

 

Að loknum þessum umræðum voru greidd atkvæði um fyrirliggjandi tillögur, þ.e. tillögu stjórnar annars vegar og Guðbjarna (E 2) hins vegar. Guðbjarni krafðist þess að sín tillaga yrði borin upp á undan tillögu stjórnar enda væri hún  ítarlegri. Fundarstjóri taldi hins vegar tillögu stjórnar lýsa nógu ítarlega því sem um væri að ræða (þar væri framkvæmd lýst, kostnaði, og eins að þeir sem ekki hafa byggt hús á sínum lóðum yrðu rukkaðir þegar og ef þeir hefðu framkvæmdir og þyrftu aðgang um hlið). Því úrskurðaði hann að tillaga stjórnar yrði borin fram á undan breytingartillögunni.

 

Atkvæðagreiðslan var skrifleg og var niðurstaðan eftirfarandi: Já 36, Nei 2, Auðir 3. Fundarstjóri lýsti því tillögu stjórnar um að ráðast í framkvæmdir samþykkta. Síðan voru greidd atkvæði um tillögu Guðbjarna (E-2) sem kynnt var hér að framan. Atkvæðagreiðsla um hana var gerð með handauppréttingu og fór á eftirfarandi veg: Já 16, Nei 21.

 

Þessu næst var rætt um önnur mál. Fundarstjóri hóf þá umræðu með spurningu til vatnsnefndar um það hvenær “nýi” vatnstankurinn færi í jörð. Sigmundur (E-31) svaraði að það yrði á næstu dögum. Verkið sagði hann hafa tafist vegna anna hjá Þórarni á Hlíðarfæti sem fenginn hefur verið til að framkvæma það.

 

Páll (E-23) sagði að eins og allir tækju eftir þá hefði gróður á svæðinu vaxið mikið á undanförnum árum. Hann vildi vekja athygli á því að samfara auknum gróðri fylgdi aukin eldhætta í miklum þurrkum eins og verið hafa undanfarið og ef að eldur kæmi upp þá væru flóttaleiðir fáar.

 

Fundarstjóri tók undir með Páli og sagði að orð hans væru viðvörun til okkar allra um að FARA VARLEGA MEÐ ELD. Um daginn kviknaði í einum af ruslagámunum að því að talið er vegna þess að grillkolum með glóð í var hent í gáminn. Mikilvægt er því einnig að huga að því sem við hendum í gámana.

 

Loftur (E-80) vildi beina því til fólks að gróðursetja ekki tré nær akvegum en í um 3 m fjarlægð. Tré vaxa fljótt í landinu og á örfáum árum fara þau að þrengja að umferð um vegi. Formaður gat þess í þessu samhengi að á vinnudegi hefði verið gengið með vegum og þær greinar klipptar sem lengst stóðu út í þá. Á næstu árum megum við reikna með frekari vinnu í þessa veru.

 

Spurt var (fundarstjóri náði ekki nafni fyrirspyranda) um “bláa húsið” í Hrísabrekkulandinu sem þar liggur undir skemmdum öllum til ama. Þar er drasl á lóðinni sem fokið getur og rúður brotnar. Hvoru tveggja skapar slysahættu og er til mikils lýtis á svæðinu sagði fyrirspyrjandi.

 

Guðbjörg (E-1) upplýsti að hún hefði talað við starfsmann sveitarstjórnar út af þessu og eins kvartað út af lóð við hliðina á sér þar sem allt væri í niðurníðslu. Ekkert hefði hins vegar gerst og taldi hún þetta algerlega óviðunandi. Kristleifur (H-28) sagði að hann vissi til þess að á næstunni ætti bjóða upp „húsið“ en ólíklegt væri að nokkur vildi kaupa það í því ástandi sem það nú er. Hann tók undir með Guðbjörgu að ekki væri unnt að sætta sig við núverandi stöðu.

 

Jón (E 50) bætti við að mál eins og þessi væru á ábyrgð skipulagsyfirvalda og að þau hefðu lagaleg úrræði hvað þetta varðaði. Þeim bæri því skylda til að sinna málum sem þessu.

 

Fundarstjóri lagði til að fundurinn beindi þeim tilmælum til stjórnar að hún krefðist þess við sveitarstjórn að hér yrðu gerðar lagfæringar. Var það samþykkt einróma af fundarmönnum.

 

Formaður fékk orðið og sagðist vilja víkja að nokkrum atriðum áður en fundi yrði slitið. Hann nefndi heimasíðu félagsins sem nýlega hefur verið sett upp (eyrarskogur.is) og bað félagsmenn vinsamlegast að setja ekki þar inn staðhæfulaust bull eins og nýlega hefur gerst. Taldi hann slíkt ömurlegt og ætti ekki að eiga sér stað. Þá vék hann að framkvæmdum við fyrirhugað hlið og sagði að í sambandi við þær þyrfti stjórnin að njóta liðsinnis og krafta fagmanna í félaginu sem og þeirra sem hafa yfir jarðvinnutækjum að ráða. Loks sagðist formaður vilja virkja fólk til starfa í uppstillingarnefnd og kvaddi þar til Önnu Karen (H-30) sem hann vildi að nældi sér í 1-2 aðra félaga til að starfa ásamt henni í uppstillingarnefnd þar sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á stjórn á næsta aðalfundi. Í þessu sambandi nefndi formaður líka að ekki væri gott þegar allir stjórnarmenn kæmu öðru megin Grótár, þ.e. frá Eyrarskógarsvæðinu eins og staðan er nú.

 

Að loknum þessum orðum sleit formaður fundi.

 

Fundargerð verður send í tölvupósti og birt á heimasíðu félagsins „eyrarskogur.is“. Fundarmönnum er gefinn kostur á að gera athugasemdir innan 10 daga (í tölvupósti til fundarritara: osa@hafro.is) en þá verður fundargerðin undirrituð1).

 

1) Eins og fram kemur í skeytinu sem þessi fundargerð er viðhengi voru gerðar við hana tvær athugasemdir sem nú hafa verið lagfærðar.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Öryggishlið, staðan og næstu skref.

Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku

FUNDARBOÐ

 Fundur í Frístundahúsafélagi Eyrarskógar og Hrísabrekku verður haldinn í Smáranum, Íþróttahúsi Breiðabliks, Dalsmára 5, Kópavogi, þriðjudaginn 21. ágúst n.k. kl. 20:00.

DAGSKRÁ:

  1. Öryggishlið, staðan og næstu skref
  2. Önnur mál

Eins og fram kemur hér að ofan stendur til að ræða og taka ákvörðun varðandi öryggishlið inn á frístundahúsasvæðið. Framkvæmd við öryggishlið mun kalla á sérstök útgjöld félagsmanna og í því sambandi er rétt að benda á 11. grein samþykkta félagsins en þar segir:

 11.gr. Sérstakar ákvarðanir

Ef lögð er fram tillaga á fundi félagsins samkvæmt auglýstri dagskrá í fundarboði ásamt framkvæmda- og kostnaðaráætlun um að ráðast í framkvæmdir eða stofna til kostnaðar sem leiða til útgjalda sem eru umfram venjulegan rekstrarkostnað félagsins skal sú tillaga talin samþykkt hljóti hún samþykki minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða og minnst þriðjungur félagsmanna sækir fundinn.

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn þannig að unnt verði að leiða „hliðmál“ til lykta.

 

STJÓRNIN

Birt í Fundir | Færðu inn athugasemd

Aðalfundur Hagsmunafélags Eyrarskógar og Hrísabrekku 2012

1. Fundur settur. Formaður Sverrir D. Hauksson bauð fundargesti velkomna.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Stungið var upp á Andrési H. Hallgrímssyni (H15) sem fundarstjóra og var það samþykkt. Stungið var upp á Ólafi S. Ástþórssyni sem fundarritara og var það einnig samþykkt. Fundur var úrskurðaður löglega boðaður og fundarstjóri gat um breytingu á dagskrá þar sem 12. liður  (erindi Halldórs Sverrissonar) var flutt fram í dagskránni og tekið fyrir sem liður nr. 6. Aðrir fundarliðir fluttust því aftur um eitt sæti.

3. Skýrsla stjórnar. Formaður las skýrslu stjórnar (sjá skýrslu stjórnar í viðauka).

4. Reikningar lagðir fram. Ásgeir Ásgeirsson, gjaldkeri, lagði fram reikninga félagsins. Tekjur ársins voru 2.550.344 kr en gjöld 1.155.272 kr. Tekjur umfram gjöld voru því 1.395.072 kr.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Spurt var um afskriftir og hverju þær tengdust. Gjaldkeri svaraði að þær tengdust lóðarhöfum sem lent hafa í gjaldþroti og eins deilum lóðarhafa og landeigenda, þ.e. þar sem leigjendur í vandræðum vilja losna undan samningum en fá það ekki og neita því að greiða hagsmunafélaginu. Ársreikningur var síðan samþykktur samhljóða af fundarmönnum. Þá var Ásgeiri sérstaklega þakkað hve vel hefði tekist til með innheimtu gjalda á sl. ári.

6. Skógrækt. Halldór Sverrisson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og sérfræðingur á Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, flutti fróðlegt erindi um Stöðu í skógrækt og nýja strauma. Í lok erindis svaraði Halldór nokkrum spruningum tengdum efni erindisins.

7. Vegir og girðingar – staða mála. Formaður gat um að á komandi sumri þyrfti að bera í vegi og að sem fyrr yrði reynt að gera þar eins mikið og peningar leyfðu. Lítillega hefur verið kannað með verð á ofaníburði en þau mál verða könnuð frekar áður en til framkvæmda kemur. Páll (E45A) gerði ítarlega grein fyrir ástandi girðinga og hvað helst væri til ráða til þess að bæta þar úr. Taldi Páll að vírar væru í ágætis standi en staura þyrfti að endurnýja. Þá þarf einnig að yfirfara rafmagnsgirðingu til að tryggja að hún skili ætluðu hlutverki. Formaður kallaði eftir rafvirkjum meðal fundarmanna til þess að koma að lagfæringu á rafmangsgirðinu. Hér er þetta ákall endurtekið og því einnig beint til fagmanna sem ekki sóttu aðalfund.

8. Vatnsveita – staða mála. Formaður þakkaði vatnsnefnd þeirra fórnfúsa starf á seinasta ári og greindi frá áætlun fyrir yfirstandandi ár en hún hljóðr uppá 1.460.000 kr, og þar er stærsti liðurinn áform um að bæta við veituna 22 þúsund lítra tanki Eyrarskógarmegin. Jafnfram brýndi formaður fyrir fundarmönnum mikilvægi þess að huga hverjum og einum að stöðu veitumála hjá sér og gera þær allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að frágangur sé í sem bestu lagi. Vanti fólki ráðleggingar þá eru vatnsnefndarmenn fúsir til þess að miðla sinni þekkingu og reynslu.

9. Kosning stjórnar. Samkvæmt 4. grein laga bar að kjósa tvo stjórnarmenn. Ásgeir Ásgeirsson sem verið hefur gjaldkeri undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Pálmi Lord Hamilton (E16) kosinn í hans stað. Sigurveig (E29) var endurkjörin til tveggja ára. Fyrir í stjórn eru Sverrir D. Hauksson (E13), Ólafur S. Ástþórsson (E89) og Guðbjörg Gústafsdóttir (E1). Skoðunarmenn reikninga voru kosin þau Birna Pálsdóttir (E12) og Kristinn R. Gunnarsson .

10. Ákvörðun um árgjald og vatnsgjald. Gerð var tillaga um að árgjald til félagsins verði 10.000 kr. og að vatnsgjald verði einnig 10.000 kr. Hvoru tveggja var samþykkt án mótatkvæða.

11. Skipun í nefndir innan félagsins. Vatnsnefnd verður áfram skipuð sömum mönnum og fyrr, þ.e. þeim Sigurði Grímssyni (E12), Sigmundi Jónssyni (E31) og Kristleifi Kolbeinssyni (H28). Sama er að segja um Vega- og útivistarnefnd en hana skipa Lúðvík Lúðvíksson (E41) og Gísli Haraldsson (E33)

12. Endurskoðun á lögum (samþykktum) félagsins. Guðmundur Guðbjarnarson (E2) kynnti tillögur að nýjum samþykktum fyrir félagið en þær höfðu verið sendar til félagsmanna með fundarboði. Markmiðið með því að endurskoða fyrri lög er að félagið hafi lög/starfsreglur sem samræmast eins og frekast er unnt þeim lögum um frístundabyggð sem samþykkt voru á Alþingi í júlí 2008. Guðmundur fór í gegnum helstu greinar hinna nýju laga og komu þá fram nokkrar spurningar sem m.a. tengdust nafni félagsins og skipan og kosningu stjórnar. Þessum spurningum svaraði Guðmundur og túlkaði skilning stjórnar. Hinar nýju samþykktir voru síðan bornar undir atkvæði og þær samþykktar. Einn greiddi atkvæði á móti. Í tengslum við lagbreytingarnar kom enn á ný fram óánægja félagsmanna með ýmis atriði tengd samskiptum við Eyrarhjón og Eyrarbyggð og var greinilegt að langlundargeð marga gagnvart óleystum málum svo sem vatnsveitu og leigusamningum er senn á þrotum.

13. Önnur mál. 13.1. Á fundinn mættu tveir fulltrúar Öryggismiðstöðvarinnar til þess að kynna hvað fyrirtækið hefði upp á að bjóða í sambandi við hlið við innkeyrslu inn á sumarhúsasvæðið en eins og kunnugt er tengist umræða um þetta nú innbrotum í bústaði upp á síðkastið. Fram kom að hlið eins og helst var mælt með kostar um eina milljón kr. fyrir utan uppsetningu og tenginu við rafmagn. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að reyna að koma í veg fyrir frekari innbrot og skemmdir þjófagengja og var stjórn falið að vinna áfram að þessu máli. Þegar kostnaði við hlið eins og hér um ræðir hefur verið deilt niður á hvert hús er hann í raun mjög lítill miðað við það öryggi og þá vörn sem það er talið geta veitt. 13.2. Í tengslum við umræðu um um innbrotamál greindi Ólafur Ólafsson (E11) frá umræðum á fundi þar að lútandi sem hann hafi sótt hjá sveitarfélaginu s.l. haust. Frásögn hans í þeim efnum var ekki ósvipuð því sem Öryggismiðstöðvarmenn höfðu greint frá. 13.3. Fram kom fyrirspurn um það hvernig best væri fyrir lóðarhafa að bera sig að ef samningar þeirra væru að renna út. Formaður taldi  réttast í þessu sambandi að fólk setti sig í samband við Svein hjá Landssambandi sumarhúsaeigenda og leitaði ráða hjá honum. Þegar eru fallinn a.m.k. einn dómur í máli um lóðarleigu sem tengist okkar svæði og eins er Sveinn með í vinnslu nokkur mál sem svæðinu tengjast. Mikilvægt er í þessu sambandi að fólk kynni sér einnig lög um frístundabyggð og gæti að því að tryggja rétt sinn með því að bera sig að  á þann hátt sem lögin mæla fyrir um. Lög um frístundabygg má nágast á vef Alþingis: www.althingi.is/lagas/nuna/2008075.html

Formaður steig að lokum í pontu og þakkaði Ásgeiri Ásgeirssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, þá gat hann þess einnig að í fyrra hefði hann gleymt að þakka Helga Sigurðssyni sem þá hvarf úr stjórn fyrir það sama. Fundarmenn tóku undir þetta með lófaklappi.

Ekki kom fleira fram á fundinum og var honum slitið um kl. 22:45.

Viðauki .

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011-2012

Á síðasta aðalfundi gekk Helgi Lárusson úr stjórn og var Guðbjörg Gústafsdóttir kosin í hans stað.  Stjórnina skipuðu Sverrir Davíð Hauksson formaður, Ólafur S. Ástþórsson ritari, Ásgeir Ásgeirsson gjaldkeri, Sigurveig Alexandersdóttir meðstjórnandi, og Guðbjörg Gústafsdóttir meðstjórnandi  Stjórnin hélt 4 formlega fundi á starfsárinu auk fjölda annarra samskipta stjórnarmanna.

 

Vatnsveita

Það minnkar ekki sú vinna sem okkar góðu vatnsnefndamenn vinna fyrir félagið, það er miður þar sem þeir þurfa að sinna útköllum þegar fólk hefur ekki gengið nægjaleg vel frá sínum lögnum. Þá var vatnslögnin bætt á ýmsum stöðum, krönum bætt við, þannig að nú er hægt að loka fyrir minni svæði í einu ef eitthvað kemur fyrir lögnina. Einnig hafa þeir verið að útrýma öllum bláum tunnum og setja krana í staðinn. Allt hefur þetta kostað töluverða fjármuni. Áætlun vatnsnefndarmanna hljóðaði uppá 1,200,000 kr og þeir héldu kostnaði vel innan þeirrar áætlunar.

 

Áætlun nefndarinnar þetta árið hljóðar uppá 1,460,000 kr (sjá sundurliðun i töflu), en m.a. þarf að bæta við einum tanki Eyrarskógarmegin, en það er 22 þús. lítra tankur.

 

 

 

Í vatnsnefndinni voru; Sigurður í Eyrarskógi 12, Sigmundur Eyrarskógi 31 og Kristleifur Hrísabrekku 28. Við þökkum þeim fyrir þeirra frábæra framlag.

 

Vegabætur og viðhald göngustíga

Ekki voru neinar vegabætur unnar á árinu 2011, utan þess að veghefill fór yfir vegina í júní.. Þörf er á að bera fínna lag í flestar götur í hverfinu.

Nýr göngustígur var lagður frá brúnni austan við ána, að öðru leyti var ekki unnið í göngustígum á liðnu starfsári.

Borið var á brúna góðu sem er yfir Grjótá.  Þá má geta þess að uppsigið á brúnni að austanverðu brotnaði í hlaupi sem varð í ánni í vetur, þetta þarf að laga nú á næstu vikum.

Girðing

Girðing í Eyrarskógi heldur ekki fé, hana þarf að laga og koma á hana straumi, beini ég því til rafvirkja á svæðinu að gefa sig fram til þeirra verka.

Þá hefur vaknað upp umræða um að koma fyrir hliði fyrir innkeyrsluna Eyrarskógarmegin likt og þegar er komið í Hrísabrekku.  Vonast ég eftir umræðu um það undir liðnum Önnur mál hér á eftir

 

Vinnu- og útivistadagurinn

Vinnu og útvistardagur var haldinn 29. júní.  Gróðusettar voru aspir niður við þjóðveg, hugsunin með þessu er að gera aðkomuna að svæðinu skemmtilegri og loka svæðið betur frá þjóðveginum. Aspirnar fengum við hjá þeim hjónum Birnu og Sigurði í Eyrarskógi 12.

Götuskilti í Hrísabrekku var lagað, borið var á brúna og göngustíg breytt frá henni.

Í lok dags kom fólk saman í Eyrarskógi 11 þar sem slegið var upp hlaðborði og lögðu allir fram veitingar að hætti skógar- og brekkubúa.

 

Brenna

Brenna var haldin með hefðbundnum hætti. Fjöldi fólks kom þar saman og skemmti sér við söng og samveru, brennustjóri var Lúðvík Lúðvíksson

 

Póstlistinn

Breytingar eru stöðugt gerðar á póstlistanum, við hvetjum fólk til að upplýsa um ný netföng og símanúmer.

Félagsgjöld

Innheimta félagsgjalda hefur gengið mjög vel, nokkrir aðilar hafa þó ekki greitt, en hafa gert grein fyrir stöðu sinni.

Vatns og leigumál

Eins og kom fram í skýrslu frá síðasta ári þá höfum við verð að reyna ná skriflegum samningi eða samkomulagi við hjónin á Eyri vegna vatnsmála. Óskir stjórnar hafa snúist um það að koma því á hreint rétti okkar til afnota af vatnsbólum og umráðarétti yfir lögninni, þá viljum viljum hafa það þannig að nýjir aðilar eða óbyggðar lóðir greiði tengigjald, þar sem við núverandi lóðarhafa höfum lagt mikla fjármuni í lagnir, krana og tanka. Við fengum Svein hjá Landssambandinu til að aðstoða okkur í þessum viðræðum en það hefur því miður engu skilað. Ég hafði þá samband við Snorra Viðarsson sem er okkar tengiliður við þau hjón og hann tjáði mér að þau vildu ekkert gera. Þetta er því miður staðan í dag.

Einnig höfum við reynt að ræða við þau hjón um leigugjaldið, og m.a. á tímabili var umræðan farin að ganga út á eitthvað jafnaðargjald fyrir allt hverfið, en því miður hafa þessi mál lítið sem ekkert þokastog þar er ekki hægt að kenna um vilja- eða áhugaleysi stjórnarinnar.

Lokaorð

Enn og aftur  viljum við hvetja félagsmenn til að ganga betur frá vatnslögnum, en það eru því miður nokkrir sem ekki hafa gengið nægjanlega vel frá sínum lögnum. Þá beinum við þeim tilmælum til lóðarhafa  að virða hámarkshraða og hvetja gesti ykkar til að gera slíkt hið sama. Þá vill stjórnin vekja athygli á því að  akstur móturhjóla og fjórhjóla alveg bannaður á þeim göngustígum sem lagðir hafa verið í hverfinu og allur hávaði af þessum tækjum er mjög hvimleiður.

Birt í Aðalfundur | Færðu inn athugasemd