Vinnudagur 11 júní fyrirkomulag

Sæl verið þið góðu skógarbúar.
Nú er vinnudagurinn okkar í skóginum 11 júní eða næsta laugardag.
Söfnumst saman við gámana Eyrarskógsmegin, kl: 10:00 og þar skiptum við okkur upp í þau verkefni sem við höfum hug á að taka þátt í.
Grillum pylsur fyrir alla kl. 13:00 á planinu við gámana og reynum að gera eitthvað skemmtilegt. Svo höldum við áfram til kl. 16:00 förum og þrífum okkur og hittumst kl. 17:00 í Hrísabrekku 8, þar sem fólk kemur með veitingar hver eftir sínu höfði eins og verið hefur undanfarin ár.
Gott að hver og einn komi með þau verkfæri sem þið eigið í eftirfarandi verkefni, sem nefndin hefur lagt til að farið verði í.
Ekkert plan er fyrir börn, en okkur vantar hugmyndir fyrir þau og einhverja til að sjá um þann þátt.
Allar tillögur vel þegnar og athugasemdir.

Verkefni staður mannsk. tæki Umsjón
Skifta út plöntum Útivistanefnd veit
Grisjun meðfram vegum Eyrarskógur 10 sagir og klippur Gísli
Grisjun meðfram vegum Hrísabrekka 4 sagir og klippur Sólveg
Viðhald á girðingu Eyrarskógur 4 hamrar tangir o.fl Guðjón
Sláttur á lúpinu Eftir þörfum 4 Sláttuorf Stjórn
Reyta gras frá trjám Við hlið E & H 4 Hendur klippur
Kurlun á trjágróðri Plan Eyrarskógi 3 klippur & sagir Finnbogi
Málning og fúavörn Sameiginleg svæði 2 Pensla og fötu málning
Veitingamóttaka Hrísabrekka 8 Finnb & S

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinnudagur 11 júní fyrirkomulag

Tilkynning frá stjórn

Kæru skógarbúar við viljum minna á að samkvæmt samþykkt aðalfundar verða ekki gámar undir timbur, járn og garðúrgang á svæðinu eins og verið hefur undanfari ár heldur verður hver og einn að koma sínu rusli á næstu grenndarstöð. Gámar sem eru fyrir eru eingöngu fyrir heimilissorp. Trjákurlarinn kemur í sveitina í þessari viku og verður auglýst þegar hann verður klár til notkunar fyrir skógarbúa. Vinnudagur verður þann 11 júní og dagskrá verður auglýst síðar.

Kv Stjórninn

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Tilkynning frá stjórn

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka,

verður haldinn miðvikudaginn 4 maí 2022 kl 20.00 í Safnaðarheimili

Kársnessafnaðar, Borgir að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Dagskrá:

1. Fundur settur

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins

4. Reikningar félagsins lagðir fram

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

6. Ákvörðun árgjalds

7. Rekstrar og framkvæmdaáætlun

8. Kosning stjórnar

9. Kosning skoðunarmanna

10. Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að mæta

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2022

Snjóruðningur fyrir páska 2022

Farið hefur verið um grunnleiðir í gegnum Eyrarskóg og Hrísabrekku og snjó rutt af veginum þar sem þess var þörf. Allar helstu leiðir ættu því að vera færar um páska

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Snjóruðningur fyrir páska 2022

Fundargerð aðalfundar 2021

Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
1
Aðalfundur 2021
Frístundahúsafélagið Eyrarskógur og Hrísabrekka
Dagskrá:
1.Fundur settur.
2.Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3.Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
4.Reikningar félagsins lagðir fram.
5.Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6.Ákvörðun árgjalds.
7.Rekstar- og framkvæmdaráætlun.
8.Erindi – Jens Ragnarsson ræðir um brunavarnir.
9.Staða mála

  • Kalda vatnið
    10.Kosning stjórnar.
    11.Kosning skoðunarmanna.
    12.Önnur mál
    Fundur settur:
    Kl. 20:00 er fundur settur af Kristrúnu Kristinsdóttur E-91 um 50 mættir.
    Fundurinn er löglega boðaður og kosningar löglegar, þrátt fyrir seinkun
    á árinu vegna Covid en það var samþykkt af fundinum.
    Kosning fundarstjóra og fundarritara:
    Kosin til starfa eru:
    Andrés Helgi Hallgrímsson H-15, fundarstjóri
    Olga Kristjánsdóttir E-84, fundarritari
    Skýrsla stjórnar:
    Formaður les skýrslu stjórnar og nefndir félagsins kynntar
    Reikningar félagsins lagðir fram:
    Guðmunda gjaldkeri kynnir reikninga
    Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
    Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
    2
    Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga:
    Reikningar samþykktir.
    Ákvörðun árgjalds:
    Samþykkt var að hafa árgjald 2022 óbreytt, eða kr. 24.000,-
    Rekstrar- og framkvæmdaráætlun:
    Guðmunda kynnti Fjárhagsáætlun ársins 2021 og ræðir lítilega
    væntanlegar framkvæmdir.
    Erindi
    Jens Ragnarsson slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit ræddi
    brunavarnir í sumarhúsum almennt, mögulega tengingu flóttaleiðar um
    Kambshólsland, í framhaldinu var erindinu komið á hann til nánari
    skoðunar. Mælti sérstaklega með að sumarhúsaeigndur kynntu sér vel
    brunavarnir á www.grodureldar.is
    Staða mála:
    o Búið er að setja þrýstijafnar á kaldavatnslögnina í Hrisabrekku.
    o Búið að gera við neysluvatnstank fyrir Hrísabrekku.
    o Búið er að aftengja Áflabrekku og Eyri af vatnslöninni vegna
    lekamála.
    o Fyrirspurn kom úr sal, hvort rétt væri að bora fyrir köldu vatni til
    að tryggja stöðugri vatnsveitu.
    o Fyrirpurn úr sal um hver ætti vatnslagnirnar.: Sverrir svarar: að við
    eigum ekki vatnslagnirnar en eigum að viðhalda þeim.
    o Vinnudagur var liðinn og gekk vel.
    o Búið er að segja félaginu úr Landsambandi sumarbústaðaeigenda
    o Guðjón, E-14: Þarf að setja þrýstijafnar á neðsta hverfið í
    Eyrarskógi
    o Einnig þarf að laga aðfærslulögn að tanki Eyrarskógsmegin er
    Grjótáin er farin að grafa frá lögninni og þarf að koma henni undir
    jarðveg aftur og einangra með torfi.
    Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
    Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
    3
    o Fara þarf yfir ræsi í Eyrarskógi sem eru farin að stíflast af gróðri.
    Kosning stjórnar:
    Frambjóðendur og kosnir til starfa eru:
    Ágeir Ásgeirsson H-12, formaður
    Sólveig Birgisdóttir H-8, gjaldkeri
    Júlíus BJ. Benediktsson E-61, ritari
    Olga Kristjánsdóttir E-84, varamaður
    Ingi Gunnar Jóhannsson E-83, varamaður
    Kosning skoðunarmanna:
    Frambjóðendur og kosnir til starfa eru:
    Steini Þorvaldsson E-77
    Anna Karen Ásgeirsdóttir H-30
    Kosning í Vatnsnefnd:
    Vantar öfluga einstaklinga til starfa í vatnsnefnd,
    Þeir sem eru nú í nefndinni eru:
    Finnbogi Kristinsson H-8
    Guðjón Ingvi Jónsson E-14 er til í að vera (til vara)
    (Síðan er Sigmundur Jónsson verktaki félagsins varðandi vatnið.)
    Kosning í Útivista og göngustíganefnd:
    Lúðvík Lúðvíksson E-41
    Anna Brynhildur E-14
    Ásgrímur Gunnar Pálsson H-18
    Kosning í Tækninefnd:
    Andrés Helgi Hallgrímsson H-15

Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
4
Önnur mál:
o Tillaga kom úr sal um að hætta að fara með gróður úr hverfinu
frekar að finna skika innan hverrar lóðar og láta brotana niður.
o Lóðarleiga var rædd, tillaga úr sal hvort setja ætti nefnd sem færi
fyrir hönd leigjenda gegn leigusala til að fá samræmda
leigusamninga.
o Guðjón E-14 (vatnsnefnd)
o Nýjir skógarbúar kynna sig.
o Guðmunda Ingimundardóttir E-19, þakkar fyrir sig og samveruna í
skóginum, þar sem hún hefur nú selt og ný ævintýri taka við.
o Sigmundur, E-31, hvetur alla til að fá sér frostfría loka með
hitaþræði
Kristrún formaður slítur fundi kl. 21:45
Olga Kristjánsdóttir

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 2021

Vinna á vef eyrarskogur.is

Verið er að vinna í að setja uppfærðar upplýsingar á vef félagsins og ættu þær að birtast fljótlega. kveðja: stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinna á vef eyrarskogur.is

Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku verður haldinn Þriðjudaginn 21. september 2021 kl 20:00 að Safnaðarheimili Kársness, Borgum að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Dagskrá:

  1. Fundur settur
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins
  4. Reikningar félagsins lagðir fram
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  6. Ákvörðun árgjalds
  7. Rekstrar – og framkvæmdaráætlun
  8. Erindi – Jens Ragnarsson ræðir um brunavarnir
  9. Staða mála – kalda vatnið
  10. Kosning stjórnar
  11. Kosning skoðunarmanna
  12. Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að mæta

Stjórnin

                                                                                                                                                                                                                                                              

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku verður haldinn Þriðjudaginn 21. september 2021 kl 20:00 að Safnaðarheimili Kársness, Borgum að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn Þriðjudaginn 21. september 2021 kl 20:00 Safnaðarheimili Kársnessafnaðar Borgir, Hábraut 1a. 200 Kópavogi, fyrir neðan Kópavogskirkju. Dagskrá: 1.Fundur settur. 2.Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3.Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 4.Reikningar félagsins lagðir fram. 5.Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 6.Ákvörðun árgjalds. 7.Rekstar- og framkvæmdaráætlun. 8.Erindi – Jens Ragnarsson ræðir um brunavarnir. 9.Staða mála – Kalda vatnið 10.Kosning stjórnar. 11.Kosning skoðunarmanna. 12.Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta ! Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka verður haldinn Þriðjudaginn 21. september 2021 kl 20:00 Safnaðarheimili Kársnessafnaðar Borgir, Hábraut 1a. 200 Kópavogi, fyrir neðan Kópavogskirkju. Dagskrá: 1.Fundur settur. 2.Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3.Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 4.Reikningar félagsins lagðir fram. 5.Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 6.Ákvörðun árgjalds. 7.Rekstar- og framkvæmdaráætlun. 8.Erindi – Jens Ragnarsson ræðir um brunavarnir. 9.Staða mála – Kalda vatnið 10.Kosning stjórnar. 11.Kosning skoðunarmanna. 12.Önnur mál. Félagsmenn eru hvattir til að mæta ! Stjórnin

TILKYNNING VEGNA AÐALFUNDAR. Að öllu óbreyttu munum við halda aðalfund þriðjudaginn 21. september nk. Fundurinn verður kl 20:00 í Safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogskirkju. Nánari dagskrá kemur síðar. Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við TILKYNNING VEGNA AÐALFUNDAR. Að öllu óbreyttu munum við halda aðalfund þriðjudaginn 21. september nk. Fundurinn verður kl 20:00 í Safnaðarheimilinu Borgum við Kópavogskirkju. Nánari dagskrá kemur síðar. Stjórnin

Verslunarmannahelgin 2021 Brekkusöngurinn verður á sínum stað laugardaginn kl 20:00 í lautinni okkar við ána🎸🎤

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Verslunarmannahelgin 2021 Brekkusöngurinn verður á sínum stað laugardaginn kl 20:00 í lautinni okkar við ána🎸🎤