Vatnsskortur í frostatíð

Ágætu skógarbúar það er víða kvartað yfir vatnsleysi beggja vegna Grjótár en að þessu sinni er nóg vatn í tönkunum beggja vegna árinnar. sökudólgurinn getur verið lagnir sem liggja of grunnt og geta það bæði verið gamlar stofnlagnir og heimæðar. Búið er að reyna að finna frosttappa á nokkrum stöðum en það er eins og að leita að nál í heystakki við þær aðstæður sem eru í dag. Áfram er spáð frosti og er ekki útlit fyrir að ástandið lagist fyrr er í næstu hýindum. Félagið fjárfesti í búnaði til að fylgjast með vatnshæð í tönkunum en illa hefur gengið að koma honum í samband en við núverandi aðstæður hefði hann reynst dýrmætur. Eina örugga ráðið til að tryggja sig er að hafa brúsa með að heiman og bjarga sér uns frostið hopar. Kveðja frá framkvæmdanefnd.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vatnsskortur í frostatíð

Frá Framkvæmdanefnd

Nefndin hefur það hlutverk að skipuleggja vinnu sem framkvæmd er á sumarbústaðasvæði Eyrarskógs og Hrísabrekku og vinnur í fullu samráði við stjórn félagsins og eftir þeim reglum sem þar gilda. Á aðalfundi félagsins  var kynnt framkvæmdaáætlun sem lögð var fyrir fundinn og var hún samþykkt þar.

Í  vor og í sumar hefur verið unnið samkvæmt þessari áætlun og hefur m.a. verið grisjað talsvert meðfram vegum, enda gróður sprottið óvenju mikið og er víða farinn að þrengja að vegum og jafnvel valda tjóni á ökutækjum. Það er gildandi regla varðandi lóðarmörk að ekki er leyfilegt að planta í 3ja metra fjarlægð  frá vegöxlum á svæðinu en það svæði er hugsað m.a. fyrir lagnir, snjóruðning og annað sem auðveldar umferð um svæðin.

Það er á ábyrgð lóðarhafa að gæta að því að grisja gróður sem teygir sig út yfir lóðarmörk og hvetur nefndin lóðarhafa að kanna ástand lóðarmarka hjá sér og klippa þar sem þörf er á.

Framkvæmdanefnd mun halda áfram sínu starfi og vinna að áframhaldandi vegabótum með tilheyrandi grisjun, enda starfar hún eftir ofantalinni 3ja metra reglu. Lagfæringar á vegum, girðingum, vatnslögnum og margt annað hefur verið unnið í gegnum árin í sjálfboðavinnu af nokkrum einstaklingum á svæðinu og er sent oflofað fyrir það framtak.

Með kærri kveðju frá Framkvæmdanefnd

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Frá Framkvæmdanefnd

Upplýsingar vegna innheimtu árgjalda

Góðan dag það hefur komið í ljós að vitlaust símanúmer er á greiðsluseðlinum vegna árgjalds félagsins. Þeir sem þurfa upplýsingar eða koma skilaboðum vegna gjaldsins geta sent tölvupóst á dollabina@gmail.com eða hafa samband í síma 6903769 við Sólveigu

Kveðja Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Upplýsingar vegna innheimtu árgjalda

Verslunarmannahelgin 2022

HÆ Hó og jibbíjeyj….. nei ekki kominn 17.júní – heldur styttist heldur betur í laugardagshitting í Lundinum fagra í Skóginum okkar um verslunarmannahelgi, ÁN allra takmarkanna.

Þar sem mörg okkar hafa ekki upplifað verslunarmannahelgi í Skóginum, þá treystum við á okkar sambýlinga að leiða okkur á rétta braut. Þar njótum við m.a. dyggrar handleiðslu tæknistjórans Andrés Helgi Hallgrímsson í árlegu Eyrarvatnshlaupi og Útivistarnefndarmeðlimanna, Lúðvíks Lúðvíkssonar sem leiðir þá sem vilja á Kambinn og Önnu Brynhildi Bragadóttur sem leiðir okkur í notalega göngu um skóginn. Þessar göngur og hlaup hefjast frá Lundinum kl. 13.00 á laugardeginum. Engin skráning, bara að mæta tímalega og klæðnaður eftir veðri.

Kvöldvaka verður svo í Lundinum kl. 20.00 á laugardagskvöldinu. Fyrir börnin – fjársjóðsleit – verðlaun fyrir alla. Brekkusöngur – þar vantar okkur hljóðfæraleikara, söngbókin fylgir hér með. Verðum einnig með hátalara á svæðinu og playlista fyrir söngbókina, en lifandi undirspil og söngur er alltaf skemmtilegra. Varðeldur kveiktur – sykurpúðar á staðnum fyrir þá sem það vilja. Munið bara að maður er manns gaman og að klæða sig eftir veðri.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.Stjórnin.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Verslunarmannahelgin 2022

Fundargerð aðalfundar 2021

Aðalfundur Eyrarskógar og Hrísabrekku, 4. maí 2022
Formaður Ásgeir Ásgeirsson H12 stígur í pontu og setur fundinn kl 20:00, leggur til að Andrés Helgi Hallgrímsson H15 taki við fundarstjórn sem hann og gerir. Andrés tekur fram að hann hafi kannað lögmæti fundar, leggur síðan til að Sverrir Davíð Hauksson E11 taki að sér ritarastarf, því næst setur hann fyrsta mál á dagskrá sem er skýrsla stjórnar.
Fundarritari: Sverrir Davíð Hauksson

Ásgeir formaður tók til máls undir liðnum skýrsla stjórnar, byrjaði hann á því að þakka því fólki sem var að yfirgefa stjórn fyrir sín störf, einnig þakkaði hann samstarfsfólki í stjórn og nefndum fyrir sín góðu störf.
Skýrsla stjórnar
Á síðasta aðalfundi urðu þær breytingar að þau Kristrún Kristinsdóttir formaður og Guðmunda Ingimundardóttir gjaldkeri gengu úr stjórn Félagsins. Í staðin komu inn Ásgeir Ásgeirsson sem formaður Hrísabrekku 12 og Sólveig Birgisdóttir Hrísabrekku 8 sem gjaldkeri. Þau sem héldu áfram eru Júlíus BJ.Benediktsson Eyrarskóg 61 sem ritari og varamenn Olga Kristjánsdóttir Eyrarskóg 84 og Ingi Gunnar Jóhannsson Eyrarskóg 83.
Við höfum lagt mest af okkar vinnu í að skipuleggja okkur hvað við viljum gera og hvernig. Formlegir fundir frá því að við tókum við eru orðnir 6 ásamt óformlegum samskiptum varðandi hin ýmsu málefni.
Stjórn ákvað að sameina vatnsnefnd ,veganefnd og tækninefnd í eina nefnd sem við köllum nú framkvæmdanefnd.
Í henni sitja : Finnbogi Kristinsson Hrísabrekku 8, Guðjón Ingvi Jónsson Eyrarskógi 14, Gísli Haraldsson Eyrarskógi 33, Andrés Helgi Hallgrímsson Hrísabrekku 15, Pálmi Hamilton Lord Eyrarskógi 16.

Vatnsveitumál
Það horfir til betri vegar eftir að menn fundu út hver ástæðan væri fyrir endalausum vatnskorti í Hrísabrekku sem hefur plagað okkur undanfarin ár. Við þurfum að halda áfram með fyrirbyggjandi vinnu og hvetja þá áfram sem eiga eftir að endurnýja inntakskrana og lagnir sem liggja grunnt við yfirborðið. Þá höfum við ákveðið að leggja í þá vinnu að GPS mæla hvar vatnslagnir liggja og staðsetja alla krana í skóginum. Við höfum einnig ákveðið að setja mæla á tankana og rennslismæla á lagnirnar svo hægt verð að fylgjast með okkar vatnsbúskap.
Vegir
Við höfum ákveðið að fara nýjar leiðir varðandi uppbyggingu á vegum og mun ég láta framkvæmdanefndina fara betur yfir þeirra áætlanir hér á eftir.
Ruslagámar
Stjórn hefur rætt mikið um þá ruslagáma sem fengnir eru yfir sumarið undir timbur,járn og garðúrgang sé tímaskekkja. Þetta er mikill kostnaður og spurning hvort við sem eigum ruslið sjái um að farga því sjálft.

Reikningar og efnahagur

Sólveig Birgisdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins, þar kom fram að efnahagur félgasins er í góðum málum eignir á reikningum er tæpar 3,3 milljónir, félagið var þó rekið með tæpum 600 þús kr tapi á síðasta ári. Það sem skýrir helst þetta tap er þessi mikla vinna sem átt hefur sé stað við að laga vatnsveituna okkar.
Skýrsla stjórnar og reikningar voru samþykktir án umræðu.

Þá lagði gjaldkeri fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2022.

Fjárhagasáætlun 2022
Tekjur
Árgjöld ( m.v. 28.000,- ) 3.388.000
Vextir 10.000
Fengin seðilgjöld og drv 50.000
  3.398.000
 
Gjöld
Þjónustugj.og innh.þj. Banka 50.000
Fjármagnstekjuskattur 5.000
Vatnsveita 1.100.000
Vegavinna 600.000
Viðhald girðinga 120.000
Öryggshlið og myndavélakerfi við hliðin 500.000
Gámakostnaður 100.000
Vinnudagur og Verslunarmannahelgi 160.000
Snjómokstur 150.000
Göngustígar, göngubrú og útivistarsvæði 300.000
Fjölnet-heimasíða 35.000
Aðalfundur og 0nnur umsýsla 200.000
Tækjakaup 600.000
Annað ófyrirséð 200.000
  4.065.000

 
staða 31/12/21 2.983.333
tekjur áætlun 3.398.000
gjöld áætlun – 4.065.000
eftirst 31/12/22 2.316.333

Tillaga um árgjald fyrir næsta ár kom frá stjórn upp á 28 þús kr, stjórnarfólk taldi að nú mætti hækka gjaldi þar sem það hafði ekki verið hækkað í fjölda mörg ár. Tillaga úr sal kom fram að hækka gjaldið í 32 þús kr, þar sem fjáhagsætlun gerir ráð fyrir töluverðum framkvæmdum og öðrum umsvifum og er því ráðlegt að hafa borð fyrir báru, tillaga úr sal var samþykkt eftir atkvæðagreiðslu.

Finnbogi Kristinsson kynnti því næst framkvæmdaáætlunina fyrir árið 2022.
Tillögur að framkvæmdaáætlun 2022 fyrir aðalfund 04/05 2022
Vegamál:
⦁ Endurnýja ræsi sem eru of lítil eða orðin léleg
⦁ Slétta vegi og mala efni sem er til staðar með bundið slitlag í huga
⦁ Grisja trjágróður við vegaxlir allt að 3 metrum í samráði við húseigendur
⦁ Árétta hámarkshraða svæðinu
⦁ Rykbinda aðalvegi með salti
⦁ Fjölga vegstikum á stofnvegum Eyrarskógs og Hrísabrekku megin
Vatnsmál:
⦁ Setja á vatnshæðarmæla i tanka fyrir bæði Eyrarskóg og Hrísabrekku
⦁ Setja upp 3 þrýstiminnkara á lögn Eyrarskógsmegin
⦁ Setja rennslismæla á helstu stofna til að fylgjast með notkun og lekum á lögn
⦁ Hvetja húseigendur til að endurnýja eldri inntakskrana
⦁ Tyrfa yfir vatslögn í gilinu ofan Eyrarskógs megin ca 70 – 80 metra kafli
⦁ Sá yfir tankasvæði Hrísabrekkumegin með grasfræi og áburði.
⦁ Setja læsingar á mannop á vatnstanka Hrísabrekku megin.
Hlið og girðingar:
⦁ Lagfæra og yfirfara hliðbúnað og skifta um slá Eyrarskógsmegin
⦁ Kaupa og setja upp rafmagnsbúnað á girðingu Eyrarskógsmegin

Fjárfestinga tillögur:
⦁ Saltdreifari kostnaður +- 50,000
⦁ Trjákurlari kostnaður +- 500,000
⦁ Kostnaður vegna hliðs +- 50,000
⦁ Kostnaður vegna girðingar +- 100,000
⦁ Þrystijafnarar efniskostnaður +- 150,000
⦁ Mælar í tanka og rennslismælar +- 200.000
⦁ Kaupa ca 50 fermetra af þökum vegna yfirlagnar á vatnslögn 50.000+-
⦁ Kaupa áburð og fræ vegna sáningar við tank Hrísabrekku megin15.000+-
⦁ Keðjur og annar búnaður vegna lokunar á mannopi 20.000+-
⦁ Ræsi og vinna við endurnýjun á þeim +- 500,000
Samanlagður kostnaður er um 1800,000 krónur og er eftir að reikna vinnuþætti þar sem það á við.
Tillaga nefndarinnar er að undirbúa vegi undir bundið slitlag á helstu stofnæðar á næstu 2 árum.
Ekki varð mikil umræða um framkvæmdaáætlunina, enda metnaðarfull og vel sett fram.

Kosning í stjórn
Ásgeir Ásgeirsson var kosinn formaður, Sólveig Birgisdóttir, Hákon Jónas Hákonarson í stjórn og varamenn Olga Kristjánsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson.
Skoðunarmenn reikninga
Steini Þorvaldsson og Sigrún Erlendsdóttir

Framkvæmdanefnd.
Finnbogi Kristinsson, Guðjón Ingvi Jónsson, Gísli Haraldsson, Andrés Helgi Hallgrímsson, Pálmi Hamilton Lord,

Önnur mál
Spurt var úr sal hvort ekki mætti bæta girðinguna þar sem nægir peningar væru í sjóði. Guðjón Ingi fór yfir stöðuna á girðingunni, (hann þekkir þetta manna best þar sem hann og Anna hafa farið yfir og lagað eins og hægt er girðinguna á hverju vori) hún liggur sem sagt niðri á löngum köflum, brotnir staurar og vírar sem liggja við jörðu og er því ekki hægt að setja straum á alla strengi, þá kom einnig fram að gamla vírgirðingin sem liggur í austaverðu landinu er að mestu ónýt.
Þá kom fram hjá Finnboga að félagið hefið aðgang að geymslu til þess að geyma þau tæki og tól sem félagið er að festa kaup á.
Lúpína er ekki allra í skóginum, ekki kom fram vilji stjórnar hvað þau vilja gera í þeim málum. Guðjón nefndi að lúpína og annar gróður er ekki góður í jaðri vega, kantar byggjast upp og vegir losa síður það vatn sem safnast upp þegar rignir.
Þá kom það skýrt fram að tré eiga að vera 3m frá jaðri vega, enginn hefur lóð nær vegi en 3m. (Innskot frá fundarritara, það sem hefur eflaust valdið misskilingi er að landamerki lóða var ekki vel skilgreint í upphafi, en nú eiga allar lóðir að vera hnitaðar).
Eldvarnir voru einnig ræddar og koma þar fram að ekki hafi verið neitt unnið í flóttaleiðum.

Ekki kom fleira fram á fundinum, fundarstjóri sleit því fundi kl 21:40

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 2021

Vinnudagur 11 júní fyrirkomulag

Sæl verið þið góðu skógarbúar.
Nú er vinnudagurinn okkar í skóginum 11 júní eða næsta laugardag.
Söfnumst saman við gámana Eyrarskógsmegin, kl: 10:00 og þar skiptum við okkur upp í þau verkefni sem við höfum hug á að taka þátt í.
Grillum pylsur fyrir alla kl. 13:00 á planinu við gámana og reynum að gera eitthvað skemmtilegt. Svo höldum við áfram til kl. 16:00 förum og þrífum okkur og hittumst kl. 17:00 í Hrísabrekku 8, þar sem fólk kemur með veitingar hver eftir sínu höfði eins og verið hefur undanfarin ár.
Gott að hver og einn komi með þau verkfæri sem þið eigið í eftirfarandi verkefni, sem nefndin hefur lagt til að farið verði í.
Ekkert plan er fyrir börn, en okkur vantar hugmyndir fyrir þau og einhverja til að sjá um þann þátt.
Allar tillögur vel þegnar og athugasemdir.

Verkefni staður mannsk. tæki Umsjón
Skifta út plöntum Útivistanefnd veit
Grisjun meðfram vegum Eyrarskógur 10 sagir og klippur Gísli
Grisjun meðfram vegum Hrísabrekka 4 sagir og klippur Sólveg
Viðhald á girðingu Eyrarskógur 4 hamrar tangir o.fl Guðjón
Sláttur á lúpinu Eftir þörfum 4 Sláttuorf Stjórn
Reyta gras frá trjám Við hlið E & H 4 Hendur klippur
Kurlun á trjágróðri Plan Eyrarskógi 3 klippur & sagir Finnbogi
Málning og fúavörn Sameiginleg svæði 2 Pensla og fötu málning
Veitingamóttaka Hrísabrekka 8 Finnb & S

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinnudagur 11 júní fyrirkomulag

Tilkynning frá stjórn

Kæru skógarbúar við viljum minna á að samkvæmt samþykkt aðalfundar verða ekki gámar undir timbur, járn og garðúrgang á svæðinu eins og verið hefur undanfari ár heldur verður hver og einn að koma sínu rusli á næstu grenndarstöð. Gámar sem eru fyrir eru eingöngu fyrir heimilissorp. Trjákurlarinn kemur í sveitina í þessari viku og verður auglýst þegar hann verður klár til notkunar fyrir skógarbúa. Vinnudagur verður þann 11 júní og dagskrá verður auglýst síðar.

Kv Stjórninn

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Tilkynning frá stjórn

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Frístundafélagsins Eyrarskógur og Hrísabrekka,

verður haldinn miðvikudaginn 4 maí 2022 kl 20.00 í Safnaðarheimili

Kársnessafnaðar, Borgir að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Dagskrá:

1. Fundur settur

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins

4. Reikningar félagsins lagðir fram

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

6. Ákvörðun árgjalds

7. Rekstrar og framkvæmdaáætlun

8. Kosning stjórnar

9. Kosning skoðunarmanna

10. Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að mæta

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2022

Snjóruðningur fyrir páska 2022

Farið hefur verið um grunnleiðir í gegnum Eyrarskóg og Hrísabrekku og snjó rutt af veginum þar sem þess var þörf. Allar helstu leiðir ættu því að vera færar um páska

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Snjóruðningur fyrir páska 2022

Fundargerð aðalfundar 2021

Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
1
Aðalfundur 2021
Frístundahúsafélagið Eyrarskógur og Hrísabrekka
Dagskrá:
1.Fundur settur.
2.Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3.Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
4.Reikningar félagsins lagðir fram.
5.Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6.Ákvörðun árgjalds.
7.Rekstar- og framkvæmdaráætlun.
8.Erindi – Jens Ragnarsson ræðir um brunavarnir.
9.Staða mála

  • Kalda vatnið
    10.Kosning stjórnar.
    11.Kosning skoðunarmanna.
    12.Önnur mál
    Fundur settur:
    Kl. 20:00 er fundur settur af Kristrúnu Kristinsdóttur E-91 um 50 mættir.
    Fundurinn er löglega boðaður og kosningar löglegar, þrátt fyrir seinkun
    á árinu vegna Covid en það var samþykkt af fundinum.
    Kosning fundarstjóra og fundarritara:
    Kosin til starfa eru:
    Andrés Helgi Hallgrímsson H-15, fundarstjóri
    Olga Kristjánsdóttir E-84, fundarritari
    Skýrsla stjórnar:
    Formaður les skýrslu stjórnar og nefndir félagsins kynntar
    Reikningar félagsins lagðir fram:
    Guðmunda gjaldkeri kynnir reikninga
    Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
    Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
    2
    Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga:
    Reikningar samþykktir.
    Ákvörðun árgjalds:
    Samþykkt var að hafa árgjald 2022 óbreytt, eða kr. 24.000,-
    Rekstrar- og framkvæmdaráætlun:
    Guðmunda kynnti Fjárhagsáætlun ársins 2021 og ræðir lítilega
    væntanlegar framkvæmdir.
    Erindi
    Jens Ragnarsson slökkviliðsstjóri á Akranesi og Hvalfjarðarsveit ræddi
    brunavarnir í sumarhúsum almennt, mögulega tengingu flóttaleiðar um
    Kambshólsland, í framhaldinu var erindinu komið á hann til nánari
    skoðunar. Mælti sérstaklega með að sumarhúsaeigndur kynntu sér vel
    brunavarnir á www.grodureldar.is
    Staða mála:
    o Búið er að setja þrýstijafnar á kaldavatnslögnina í Hrisabrekku.
    o Búið að gera við neysluvatnstank fyrir Hrísabrekku.
    o Búið er að aftengja Áflabrekku og Eyri af vatnslöninni vegna
    lekamála.
    o Fyrirspurn kom úr sal, hvort rétt væri að bora fyrir köldu vatni til
    að tryggja stöðugri vatnsveitu.
    o Fyrirpurn úr sal um hver ætti vatnslagnirnar.: Sverrir svarar: að við
    eigum ekki vatnslagnirnar en eigum að viðhalda þeim.
    o Vinnudagur var liðinn og gekk vel.
    o Búið er að segja félaginu úr Landsambandi sumarbústaðaeigenda
    o Guðjón, E-14: Þarf að setja þrýstijafnar á neðsta hverfið í
    Eyrarskógi
    o Einnig þarf að laga aðfærslulögn að tanki Eyrarskógsmegin er
    Grjótáin er farin að grafa frá lögninni og þarf að koma henni undir
    jarðveg aftur og einangra með torfi.
    Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
    Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
    3
    o Fara þarf yfir ræsi í Eyrarskógi sem eru farin að stíflast af gróðri.
    Kosning stjórnar:
    Frambjóðendur og kosnir til starfa eru:
    Ágeir Ásgeirsson H-12, formaður
    Sólveig Birgisdóttir H-8, gjaldkeri
    Júlíus BJ. Benediktsson E-61, ritari
    Olga Kristjánsdóttir E-84, varamaður
    Ingi Gunnar Jóhannsson E-83, varamaður
    Kosning skoðunarmanna:
    Frambjóðendur og kosnir til starfa eru:
    Steini Þorvaldsson E-77
    Anna Karen Ásgeirsdóttir H-30
    Kosning í Vatnsnefnd:
    Vantar öfluga einstaklinga til starfa í vatnsnefnd,
    Þeir sem eru nú í nefndinni eru:
    Finnbogi Kristinsson H-8
    Guðjón Ingvi Jónsson E-14 er til í að vera (til vara)
    (Síðan er Sigmundur Jónsson verktaki félagsins varðandi vatnið.)
    Kosning í Útivista og göngustíganefnd:
    Lúðvík Lúðvíksson E-41
    Anna Brynhildur E-14
    Ásgrímur Gunnar Pálsson H-18
    Kosning í Tækninefnd:
    Andrés Helgi Hallgrímsson H-15

Borgir, safnaðarheimili Kársness 21.09.2021
Hábraut 1a, 200 Kópavogi kl. 20:00
4
Önnur mál:
o Tillaga kom úr sal um að hætta að fara með gróður úr hverfinu
frekar að finna skika innan hverrar lóðar og láta brotana niður.
o Lóðarleiga var rædd, tillaga úr sal hvort setja ætti nefnd sem færi
fyrir hönd leigjenda gegn leigusala til að fá samræmda
leigusamninga.
o Guðjón E-14 (vatnsnefnd)
o Nýjir skógarbúar kynna sig.
o Guðmunda Ingimundardóttir E-19, þakkar fyrir sig og samveruna í
skóginum, þar sem hún hefur nú selt og ný ævintýri taka við.
o Sigmundur, E-31, hvetur alla til að fá sér frostfría loka með
hitaþræði
Kristrún formaður slítur fundi kl. 21:45
Olga Kristjánsdóttir

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 2021