Vatnsskortur í frostatíð

Ágætu skógarbúar það er víða kvartað yfir vatnsleysi beggja vegna Grjótár en að þessu sinni er nóg vatn í tönkunum beggja vegna árinnar. sökudólgurinn getur verið lagnir sem liggja of grunnt og geta það bæði verið gamlar stofnlagnir og heimæðar. Búið er að reyna að finna frosttappa á nokkrum stöðum en það er eins og að leita að nál í heystakki við þær aðstæður sem eru í dag. Áfram er spáð frosti og er ekki útlit fyrir að ástandið lagist fyrr er í næstu hýindum. Félagið fjárfesti í búnaði til að fylgjast með vatnshæð í tönkunum en illa hefur gengið að koma honum í samband en við núverandi aðstæður hefði hann reynst dýrmætur. Eina örugga ráðið til að tryggja sig er að hafa brúsa með að heiman og bjarga sér uns frostið hopar. Kveðja frá framkvæmdanefnd.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.