Frá Framkvæmdanefnd

Nefndin hefur það hlutverk að skipuleggja vinnu sem framkvæmd er á sumarbústaðasvæði Eyrarskógs og Hrísabrekku og vinnur í fullu samráði við stjórn félagsins og eftir þeim reglum sem þar gilda. Á aðalfundi félagsins  var kynnt framkvæmdaáætlun sem lögð var fyrir fundinn og var hún samþykkt þar.

Í  vor og í sumar hefur verið unnið samkvæmt þessari áætlun og hefur m.a. verið grisjað talsvert meðfram vegum, enda gróður sprottið óvenju mikið og er víða farinn að þrengja að vegum og jafnvel valda tjóni á ökutækjum. Það er gildandi regla varðandi lóðarmörk að ekki er leyfilegt að planta í 3ja metra fjarlægð  frá vegöxlum á svæðinu en það svæði er hugsað m.a. fyrir lagnir, snjóruðning og annað sem auðveldar umferð um svæðin.

Það er á ábyrgð lóðarhafa að gæta að því að grisja gróður sem teygir sig út yfir lóðarmörk og hvetur nefndin lóðarhafa að kanna ástand lóðarmarka hjá sér og klippa þar sem þörf er á.

Framkvæmdanefnd mun halda áfram sínu starfi og vinna að áframhaldandi vegabótum með tilheyrandi grisjun, enda starfar hún eftir ofantalinni 3ja metra reglu. Lagfæringar á vegum, girðingum, vatnslögnum og margt annað hefur verið unnið í gegnum árin í sjálfboðavinnu af nokkrum einstaklingum á svæðinu og er sent oflofað fyrir það framtak.

Með kærri kveðju frá Framkvæmdanefnd

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.