Fundargerð aðalfundar 2025

Aðalfundur Eyrarskógar og Hrísabrekku frístundafélags 02.apríl 2025
Fundur settur kl 20:00 52 félagar voru mættir. Ásgeir setur fundin og lagði til að Sverrir Davíð
Hauksson yrði fundarstjóri og Sigurjón Hrafnkelsson fundaritari og var það samþykkt.
Aðalfundur var boðaður löglega með tölvupósti
Fundarstjóri lýsti fundinn löglegan miðað við boðun fundar og mætingu félagsmanna.
Skýrsla stjórnar Ásgeir Ásgeirsson flutti skýrsluna.
Að óbreyttu eru í stjórn Ásgeir Ásgeirsson Hrísabrekku 12, Formaður.Sólveig Birgisdóttir
Hrísabrekku 8, Gjaldkeri, Sigurjón Hrafnkelsson Eyrarskóg 93 Ritari.
Varamenn eru : Olga Kristjánsdóttir Eyrarskóg 84 og Ingi Gunnar Jóhannsson Eyrarskóg 83
Formlegir fundir á tímabilinu voru 2, ásamt óformlegum samskiptum varðandi hin ýmsu málefni.
Framkvæmdanefnd
Í henni sitja :
Finnbogi Kristinsson Hrísabrekku 8
Guðjón Ingvi Jónsson Eyrarskóg 14
Gísli Haraldsson Eyrarskóg 33
Andrés Helgi Hallgrímsson Hrísabrekku 15
Samantekt framkvæmdanefndar vegna funda og framkvæmda á liðnu
starfsári 2024 – 2025
Samantekt framkvæmdanefndar vegna funda og framkvæmda á liðnu starfsári 2024 – 2025

  1. Nefndin hefur haft mikið að gera á liðnu starfsári og nefndin hefur frá fyrsta degi sett
    sér það markmið að halda sig innan fjárhagsramma og forgangsraða verkefnum eftir
    því hversu aðkallandi þau eru.
  2. Fyrsta verkefni var í tengslum við vinnudaginn var ráðist í lagningu göngustígs frá E 35
    að E 45f og einnig unnið að grisjun og undirbúningi fyrir lagnaviðhald á milli E 53 og E
    60 og er búið að moka yfir hana og setja drenrör undir til að veita vatni undan henni.
  3. Skift var um vatnslögn á milli E 80 og niður að E 87 var nýja lögnin sett á meira dýpi og
    lögð utan við veginn.
    Þessi aðgerð hefur heppnast vel og ekki hefur komið upp vandamál eftir þessa vinnu.
    Í vetur fraus í lögnum í heimaæðum hjá nokkrum aðilum og enn og aftur þarf að brýna
    fyrir eigendum að laga sínar heimæðar og krana ef þær eru ekki í lagi.
  4. Ekki hefur verið mikil þörf á snjómokstri en þó var rutt í tvígang, annað skiftið um
    páska og hitt skiftið eftir áramót 24/25.
  5. Lúlli E 41 og hans handverksmenn settu nýtt dekk á brúna á milli E19 og E83
  6. Hliðin voru uppfærð og öll númeraskráning yfirfarin og settur nýr hugbúnaður
  7. Framkvæmdanefnd hefur unnið ómetanlegt starf á undanförnum árum og hafa þeir
    nú óskað eftir því að það sé komin tími á að hleypa að nýjum aðilum til að taka við
    verkefnum nefndarinnar,þeir Guðjón, Gísli og Finnbogi gefa ekki kost á sér til
    áframhaldandi starfa en næg verkefni eru framundan fyrir þá aðila sem taka að sér að
    vera í framkvæmdanefnd.Þeir félagar hafa sagt að þeir komi til með að vera nýjum
    mönnum innan handar.
  8. Ég vil þakka öllum stjórnarmönnum og framkvæmdanefnd fyrir sína vinnu fyrir okkar
    samfélag.
    Takk fyrir.
    Reikningar félagsins voru lagðir fram af gjaldkera félagsins Sólveigu Birgisdóttur
    Reikningar félagsins voru lagðir fram af gjaldkera félagsins Sólveigu Birgisdóttur
    Tekjur félagsins voru rúmar 6.3 millj og rekstrargjöld tæpar 6.9 millj. Helstu gjaldaliðir vorur
    vatnsveita 3.4 millj og vegir 1,8 millj því tæpar 500 þúsund í tap á liðnu starfsári.
    Opnuð umræða út í sal, engin umræða og þá voru reikningar félagsins bornir upp til
    samþykktar og voru þeir samþykktir.
    Kaffihlé Ákveðið var að taka stutt kaffihlé samkvæmt dagskrá.
    Kostning stjórnar – Kostning til formanns og varamanns
    Ásgeir formaður og Olga varamaður gáfu kost á sér
    Engar tillögur að nýjum aðilium komu fram svo þau voru sjálfkjörin
    Stjórn verður því óbreytt frá fyrra ári.
    Kosning tveggja skoðunarmanna
    Sigrún Erlendsdóttir og Steini Þorvalds voru kosin sem skoðunarfólk reikninga
    Rekstrar og framkvæmdaáætlun lögð fram af Finnboga.
    Finnbogi Kristinsson fór yfir það helsta sem framkvæmdanefnd hafði fyrir stafni á liðnu starfsári.
    Tillaga að framkvæmdaáætlun Eyrarskógs og Hrísabrekku 2025 – 2026
    Lagt fyrir aðalfund félagsins 02.04.2025
    Verkefni vinna efni samtals
    Vegir ofaníburður og heflun 700.000 300.000 1.000.000
    A.Ó/Snjómokstur/kantahreinsun 350.000 0 350.000
    Ræsi viðhald endurnýjun 350.000 100.000 450.000
    Girðingar/Hlið viðhald 150.000 70.000 220.000
    Vatnsveita nýlagnir viðhald 1.000.000 500.000 1.500.000
    Göngustígar endurnýjun/viðhald 100.000 50.000 150.000
    Rekstur tækja og verkfæra 0 400.000 400.000
    Samtals áætlun: 2.650.000 1.420.000 4.070.000
    Stærstu liðir áætlunarinnar eru:
    Ný lögn á milli E 6 og E 90 til að geta hleypt á milli kerfa ef þörf er á.
    Grafa þarf upp vatnslögn við rafmagnsskáp á móts við E 93 og E88 og dýpka þær, lagninar liggja
    mjög grunnt í dag.
    Yfirfara og endurnýja fæðilögnina frá Eyrarskógstönkunum og að inntaki í gilinu
    Styrkja hliðstólpa og rétta við Hrísabrekkumegin að fjalli.
    Allir efnisþættir hafa hækkað verulega og svo er einnig með vinnu.
    Nefndin áskilur sér rétt til að færa til kostnaðarliði ef nauðsyn krefur til að halda sig innan
    ramma fjárhagsáætlunar.
    Framkvæmdaráætlun borin upp til samþykktar
    Sólveig áréttar að stór hluti kosnaðar er fastur.
    Ólafur E32 kom upp og leggur til að félags- og framkvæmdagjald haldist óbreytt
    Framkvæmdaráætlun samþykkt með 10.þ framkvæmagjaldi
    Árgjald og framkvæmdagjald samþykkt óbreytt.
    Önnur mál
    Olafur Ólafsson vill benda á að bara fari einn bíll í einu í gegnum hliðin
    Vill að keypt séu 2-3 rafm.orf til að halda lúpínunni niðri
    Anna ræðir um lúpínu og klippingar seinnipart júní og byrjun júlí
    Gísli talar um tengigjald inn á vatnslagnir á nýjum bústöðum efni og vinna ca 80-100þ
    Inní því er krani og tenging inná stofnlögn til að lámarka hættu á einhverskonar fúski.
    Tillaga Gísla borin upp og hún samþykkt.
    Umræða um stofnlagnir og stofnkrana að setja þetta sem kröfu í Samþykktir félagsins.
    Ólafur ræddi lélegar lagnir milli E88-E91
    E45a runnið úr vegi, brekkan upp að tönkum
    Framkvnefnd þekkir málið
    Sólveig þakkar dularfullu holufyllum fyrir sín störf
    Guðjón fór yfir lögnina milli E88 og E91
    Óskað eftir fólki í framkvæmdanefnd
    Lalli E91 vill ekki í nefnd en boðin og búinn að aðstoða
    Júlíus E61
    Ásmundur E50
    Til aðstoðar
    Þröstur E90
    Hákon E73
    Ásgeir biður fundagesti um að klappa upp fyrrverandi framkvæmdarnefnd sem fundargestir
    Tóku vel undir.
    Ekki kom fleira fram á þessum fundi og var fundi slitið kl 21:20
    Sigurjón Hrafnkelsson fundarritari.
    Sverrir Davíð

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 2025

Aðalfundur félagsins 02. apríl 2025

Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku,

verður haldinn miðvikudaginn 2 apríl 2025 kl 20,00

í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju),

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Kosning stjórnar skv. 6 gr. í samþykktum félagsins.

Í ár er kosið um stöðu formanns og eins varamanns

7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.

8. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

9. Ákvörðun árgjalds.

10. Önnur mál.

STJÓRNIN

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur félagsins 02. apríl 2025

Vinnudagur 15.06 2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vinnudagur 15.06 2024

Vorhreinsun 2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vorhreinsun 2024

Efnahagsreikningur 2023

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Efnahagsreikningur 2023

Fundargerð aðalfundar 17.04.2024

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Fundargerð aðalfundar 17.04.2024

Framkvæmdaáætlun 2024-2025

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Framkvæmdaáætlun 2024-2025

Vegna aðalfundar félagsins.

Kæru skógarbúar.

Um leið og við viljum minna á aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku, sem verður haldinn miðvikudaginn 17 apríl 2024 kl 20,00 í Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju), þá viljum við verða við vinalegum ábendingum varðandi fyrra fundarboð. En þar kom fram að uppsetningin var ekki í réttri röð og að ekki hafi verið vísað í samþykktir félagsins varðandi kosningu stjórnar. Í 6.gr. kemur fram: Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára, þannig að annað árið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann og hitt árið formann félagsins og einn varamann. Þar sem þetta hefur riðlast töluvert undanfarin ár, þar sem aðilar hafa sagt sig frá störfum og nýir komið inn. Eftir að hafa skoðað fundargerðir undanfarin ár, sýnist okkur að kjósa eigi um tvo stjórnarmenn og einn vara þetta árið. Sitjandi stjórn hefur öll gefið kost á sér til áframhaldandi setu, en öllum félagsmönnum er frjálst að bjóða sig fram í stjórn félagsins. Félagsmenn eru allir þeir sem hafa umráð yfir lóð á svæðinu. Einnig hefur ekki verið boðað til fundarins að öðru leyti en hér á fésbókarsíðu félagsins og hefur ekki verið gert síðast liðin ár. En vissulega er ákvæði um það í samþykktum félagsins og verður fundarboð sent út á þau netföng sem liggja fyrir á íbúalista dags. 14.4.2024. Allar athugasemdir varðandi fundarboðið og breytingar á því má senda á netfangið: eyrarskogur.hrisabrekka@gmail.com.

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Kosning stjórnar skv. 6 gr. í samþykktum félagsins.

7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.

8. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

9. Ákvörðun árgjalds.

10. Önnur mál.

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Vegna aðalfundar félagsins.

Aðalfundur félagsins er 17.04.2024

Kæru skógarbúar.

Aðalfundur Frístundarfélagsins Eyrarskógs og Hrísabrekku

verður haldinn miðvikudaginn 17 apríl 2024 kl 20,00 í

Safnaðarheimili Kársnessafnaðar, Borgir, að Hábraut 1a (fyrir neðan Kópavogskirkju).

Dagskrá:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.

4. Reikningar félagsins lagðir fram.

5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6. Ákvörðun árgjalds.

7. Rekstrar- og framkvæmdaráætlun lögð fram.

8. Kosning stjórnar.

9. Kosning skoðunarmanna.

10. Önnur mál.

Stjórnin

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur félagsins er 17.04.2024

Leiðbeiningar og reglur varðandi vatnsmál

Til lóðarhafa eða umsjónarmanna fasteigna

Frá Framkvæmdanefnd Eyrarskógs og Hrísabrekku Hvalfjarðarsveit.

Félag sumarhúsaeigenda Eyrarskógs og Hrísabrekku hefur umsjón og eftirlit  með rekstri á vatnsveitu og vegagerð í sumarhúsabyggð félagsins í landi Eyrar.

Veitumál eru háð skilyrðum og eru þeir aðilar sem koma inn nýir í félagið beðnir um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi í félaginu.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Enginn skal tengja sig inn á kerfið nema að höfðu samráði við nefndina.
  2. Nota skal viðurkenndan búnað til að loka fyrir innrennsli þegar sumarhús er ekki í notkun.
  3. Félagið sér um rekstur stofnlagna en sumarhúsaeigandi sér alfarið um heimæðar og tengingar við stofnlagnir
  4. Mælt er með að fagaðilar sjái um tengingar við vatnsveitu eins og um niðursetningu á rotþró , siturlögnum eða öðru sem því tengist
  5. Fyrir liggja teikningar til að styðjast við ef óskað er eftir tengi-upplýsingum.
  6. Vatnsveita félagsins er takmörkunum háð og ber til að mynda ekki sírennslis heita potta.

Framkvæmdanefnd skipa:

Finnbogi Kristinsson s. 6903770 formaður

Guðjón Ingvi  6177122 Vatnsnefnd

Gísli Haraldsson 8970731 Veganefnd

Mikilvægt er að vel sé að verki staðið -Öll vinna sem unnin er er við vatn og veitur þarf að vera unnin þannig að hægt sé að treysta á hana til næstu áratuga.

Samfélagið okkar er gott, við reynum öll að gera það betra og með vönduðum vinnubrögðum tekst það.

Kveðja frá framkvæmdnefnd.

Birt í Óflokkað | Slökkt á athugasemdum við Leiðbeiningar og reglur varðandi vatnsmál