Leiðbeiningar og reglur varðandi vatnsmál

Til lóðarhafa eða umsjónarmanna fasteigna

Frá Framkvæmdanefnd Eyrarskógs og Hrísabrekku Hvalfjarðarsveit.

Félag sumarhúsaeigenda Eyrarskógs og Hrísabrekku hefur umsjón og eftirlit  með rekstri á vatnsveitu og vegagerð í sumarhúsabyggð félagsins í landi Eyrar.

Veitumál eru háð skilyrðum og eru þeir aðilar sem koma inn nýir í félagið beðnir um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi í félaginu.

Reglurnar eru eftirfarandi:

  1. Enginn skal tengja sig inn á kerfið nema að höfðu samráði við nefndina.
  2. Nota skal viðurkenndan búnað til að loka fyrir innrennsli þegar sumarhús er ekki í notkun.
  3. Félagið sér um rekstur stofnlagna en sumarhúsaeigandi sér alfarið um heimæðar og tengingar við stofnlagnir
  4. Mælt er með að fagaðilar sjái um tengingar við vatnsveitu eins og um niðursetningu á rotþró , siturlögnum eða öðru sem því tengist
  5. Fyrir liggja teikningar til að styðjast við ef óskað er eftir tengi-upplýsingum.
  6. Vatnsveita félagsins er takmörkunum háð og ber til að mynda ekki sírennslis heita potta.

Framkvæmdanefnd skipa:

Finnbogi Kristinsson s. 6903770 formaður

Guðjón Ingvi  6177122 Vatnsnefnd

Gísli Haraldsson 8970731 Veganefnd

Mikilvægt er að vel sé að verki staðið -Öll vinna sem unnin er er við vatn og veitur þarf að vera unnin þannig að hægt sé að treysta á hana til næstu áratuga.

Samfélagið okkar er gott, við reynum öll að gera það betra og með vönduðum vinnubrögðum tekst það.

Kveðja frá framkvæmdnefnd.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.