Vinnudagurinn 10.06 kl. 10:00

Vinnudagur Eyrarskógur Hrísabrekka 10. Júní

Kæru skógarbúar nú er komið að okkar árlega vinnudegi og lofar spáin þokkalegasta veðri til útiveru. Helstu verkefnin okkar eru í þetta sinn eftirfarandi:

Hrísabrekkumegin er aðeins eitt verkefni en það er að slá beggja vegna meðfram rafmagnsgirðingunni frá hliðinu upp á fjall og að vegamótum. Í þetta verkefni þarf vaskar konur og menn sem hafa orf til umráða og kunna að beita því.

Eyrarskógsmegin liggur fyrir að breikka og bera í stíginn að lundinum og þarf að raka og moka til efni og keyra í hjólbörum.

Ef tími vinnst til þá er nefndin með ýmis önnur verkefni sem allir ættu að geta ráðið við.

Mæting er í lundinn kl. 10:00 og unnið til 12:30  þá er boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti. Unnið verður til kl. 16:00

Ásgeir formaður og frú Margrét bjóða til sín í pálínuboð að Hrísabrekku 12 kl 17:00

Nefndin vill hvetja sem flesta til að koma og taka það er mikilvægt að allir taki höndum saman til að gera umhverfið okkar betra.

Útivistarnefnd

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.