Vorpistill framkvæmdanefndar

                                                                            Miðjan maí 2023

Ágætu skógarbúar framkvæmda og veganefnd hafa staðið í ströngu á vormánuðum. Eftir að frost fór að gefa eftir þá komu upp víðtækir lekar á vatnslögnunum okkar sem þó voru að mestu bundnir við heimæðar. Við skoðun kom í ljós að allar eldri heimæðar eru komnar á tíma og eru ýmist farnar að gefa sig vegna tæringar eða vegna slæms frágangs. Þetta veldur því að áframhald verður á vatnsvandræðum okkar sem gæti leitt af sér óþægindi fyrir alla skógarbúa jafnt þá sem gert hafa hjá sér lagfæringar eins og hina sem ekkert hafa aðhafst í sínum málum.

 Það liggur nokkuð ljóst fyrir hvar þörf er á lagfæringum og er nefndin tilbúin að gefa ráð og finna aðila til að lagfæra og endurnýja lagnir og viðurkennda loka  þar sem þörf er á. Á haustmánuðum mega þau hús sem ekki eru með sín mál í lagi eiga von á að verða aftengd við veitukerfið.

 Vegir hafa verið lagfærðir að hluta , borið í og holufyllt ásamt ræsisviðgerð. Þessari vinnu verður haldið áfram og verður reynt að ræsa fram þar sem vatn hefur safnast upp meðfram vegum.  Hrísabrekkumegin hafa framtakssamir íbúar farið um og holufyllt og er það virðingarvert framtak og þakkað fyrir.

Vinnudagur er fyrirhugaður 10 júní og er aðaláhersla lögð á að klippa og laga til í sínu nærumhverfi, stígurinn að lundinum verður lagaður og breikkaður og hendinni tekið til varðandi fúavörn og merkingar. Kurlarinn verður á staðnum og grill og gæðastundir hafðar í hávegum en það verður auglýst nánar síðar.

 Útivistarnefnd hefur veg og vanda að vinnudeginum og mun framkvæmdanefndin standa þétt við bakið á henni.

Þreytumerki eru farin að sjást á þeim aðilum sem borið hafa hitann og þungann af vatnsmálunum og er sem betur fer farið að hilla undir endann á lekamálum. Það breytir ekki því að stór partur af lífsgæðum skógarbúa er þetta góða vatn sem við höfum aðgang að og er undir hverjum og einum að hafa hlutina í lagi sín megin. Það er einnig að aukast að fólk fái sér gegnumstreymis heita potta við bústaðina en kerfið okkar leyfir ekki slíkt. Vatnsbúskapurinn okkartakmarkast við tankana íEyrarskógi og Hrísabrekku og bera þeir ekki sírennslispotta. Það að vera með rafmagnspott og skifta út vatni 2-3 á ári er skaðlaust en 2 gegnumstreymispottar tæma hjá okkur tankana á sólarhring. Það er vinsamleg ábending frá framkvæmdanefnd að ganga vel um vatnið okkar og alls ekki dæla því óhindrað gegnum kerfið. Sé þessu ekki sinnt verða settir hemlar á sem takmarka innrennsli hjá viðkomandi.

Þeir aðilar sem þurfa aðstoð eða upplýsingar varðandi vatnsmálin eða varðandi endurnýjun á heimæðum geta haft samband við Guðjón  í síma 6177122 eða Gísla í síma 8970731

Kveðja Framkvæmdanefnd.

Þessi færsla var birt undir Óflokkað. Bókamerkja beinan tengil.